Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 111

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 111
menningu svo að staðfæringin kemur mjög augljóslega fram. í nóvember 2006 kom út platan Rottweiler- hundur með rapparanum Bent sem einnig var í XXX Rottweiler hundum á sínum tíma og tvíeykinu Bent og 7berg. I viðtali við Fréttablab- ið telur hann tónlist sína íslenskari en áður og bendir á að þótt Rottweiler hundar hafi verið ís- lensk sveit hafi hún verið „með sömu formerkj- um og í Bandaríkjunum. Ef fyrsta platan með Rottweiler var fyrsta skrefið þá er þetta annað skrefið“ (Agúst Bent Sigbertsson 2006a). Plata hans sýnir líka að íslenska hipphoppið er komið lengra en áður og er á góðri leið með að þróa sitt sérstaka íslenska „sánd“. Á henni eru færri en- skuslettur og minna um vísanir í bandaríska menningu en áður þar sem textarnir þurfa ekki lengur á þeim að halda til að vera „alvöru hipp- hopp“. En Bent bendir á að rappið eigi þó enn talsvert í land með að móta séríslenskt „sánd“. Þar telur hann mikilvægast að nýta sér íslenska skáldskaparhefð, til dæmis þá sem hann kallar þjóðlagapopptónlist (t.folk) og tekur fram að: Stuðmenn eig[i] til dæmis mjög margt sam- eiginlegt með rappi, eins og það að minnast á sjálfa sig og eigið ágæti í textunum. Rapparar þurfa bara að vera opnir fyrir þeim áhrifum sem eru út um allt í íslensku samfélagi, reyna að losna við þessa íslensku minnimáttarkennd og gera tónlist undir íslenskum áhrifum. (Agúst Bent Sigbertsson 2006b) Það skiptir enda máli við alla menningaraðlög- un að blanda saman þeirri menningu sem fyrir er við hina sem kemur ný inn. Að sögn Bents var breskt rapp hvorki fugl né fiskur fyrr en Bretar fóru að blanda því saman við tónlistar- lega arfleifð sína, þ.e. danstónlistina (Ágúst Bent Sigbertsson 2006b). Islenskt rapp þarf eigin rödd, eigið „sánd“, sem aðgreinir það frá t.d. dönsku, þýsku eða frönsku rappi. Þar sem þróun rappsins hér á landi hefur verið svo hröð síðustu ár eru „kynslóðaskiptin“ jafnvel örari þar en í öðrum listgreinum. Þeir sem voru fyrstir til að slá í gegn eru sumir enn að en einnig hefur mikið bæst við af yngri röpp- urum og taktsmiðum sem em óneitanlega undir áhrifum frá þeim sem á undan komu en koma að sjálfsögðu alltaf með eitthvað nýtt inn. I lag- inu Rottweilerhundur af plötu Bents minnist hann á að hann sé meðal fárra á sínum aldri sem séu að rappa og segir til dæmis að honum líði „eins og hipphoppdjömm séu pabbahelgar“ (2006). En það fylgir því að vera frumkvöðull að einhverjir koma á eftir og tileinka sér sumt af því sem áður var og koma inn með nýjungar í öðru. 7. Lokaorð Þegar á heildina er litið er þessi stutta saga hipp- hoppsins og aðlögun þess á Islandi eins og smækkuð mynd af aðlögun hvaða menningar sem er (þ.e.a.s. menningar sem ekki er þröngvað upp á viðtakendur), hvort sem það er „ameríkanisering“ tuttugustu aldarinnar, pönk- bylgjan á áttunda áratugnum eða rómantíkin á 19. öld. Eftir að hafa verið óvirkur þátttakandi um tíma byrjar viðtakandi að herma eftir og að lokum mótast menning á nýjum stað á eigin forsendum. Aðlögun rapps að íslenskri menn- ingu er ekki lokið, hún á eftir að taka lengri tíma og með nýju fólki koma nýjar hugmyndir. En hvenær er aðlögun lokið? Þó að hipphopp- menning geti lifað sjálfstæðu lífi á Islandi er eldd þar með sagt að hún hafni þeirri erlendu og hún á líklega alltaf eftir að taka mið af henni og sækja þangað nýjar og ferskar hugmyndir eftir því sem árin líða. Aðlögun menningar lýk- ur ekki snögglega, frekar væri hægt að líkja henni við litapallettu: Dropi af málningu í rauðum lit blandast við hvítan og þegar búið er að hræra í hefur hann sett örlítið annan blæ á litinn sem fyrir var. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.