Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 22

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 22
sterkan spíritisma meðal þjóðarinnar. Margir telja sig geta haft samband við hina látnu og þar af leiðandi er ekkert óeðlilegt að skrifa þeim sendibréf (sama, bls. 276). 3.1 Til hvers ogfyrir hvern ? I febrúar og mars árið 2006 spunnust forvitni- legar umræður um minningargreinar á spjall- þræði vefsvæðisins Barnalands (www.barna- land.is). I umræðunni kemur glögglega í ljós að hugmyndir manna um hlutverk minningar- greina hafa gjörbreyst. Ymsir lýsa því yfir að minningargreinar séu einkamál hvers og eins og það komi ekki neinum við hvað þar sé skrif- að eða hvernig. Þá kemur einnig í ljós að við- fangsefnið er ákaflega viðkvæmt og mörgum þykir óviðeigandi að fólk sé að skipta sér af því hvernig aðrir kjósa að slcrifa minningargreinar. „Rosalega fer í pirrurnar á mér þegar fólk er að troða nefinu á sér í annarra manna mál [...] Þegar ég skrifa minningargrein þá er það fyrir mig og mína vini og ættingja en ekki fyrir ein- hverja kerlingu út í bæ,“ (Barnaland 2006a) segir einn netverja á umræðuvef Barnalandsd Annar tekur í sama streng og segir: „Mér finnst þetta vera einkamál hvers og eins. Þetta er ekki ætlað til útgáfu eða hinum almenna lesanda „til skemmtunar““ (sama heimild). Það er því ekki einungis innihald og form minningargreinanna sem hefur færst í átt til hins persónulega, til- gangur greinanna er einnig orðinn sjálfhverfari en áður, sem og hvatinn sem liggur að baki skrifunum. Minningargreinar hafa þróast í þá átt að vera eins konar kveðjubréf til hins látna. Þær eru auk þess vettvangur til þess að segja það sem ekki náðist að tjá meðan hinn látni lifði og virð- ast vera sameiginlegt einkamál þess sem skrifar og þess sem dó. Eða eins og einhver orðar það í umræðunni: „Mér er alveg sama hver les hana. 7 Stafsetning í textadæmum af Barnalandi hefur verið lagfærð þar sem það á við. Þetta væri bara milli mín og hins látna þó þetta sé birt fyrir alþjóð” {Barnaland2006b). Þótt minningargreinin sé opinber tjáning er hún fyrst og fremst ætluð þeim sem næst standa hinum látna. Þar af leiðandi telja margir óþarft að telja upp ýmis atriði um hinn látna eins og áhugamál, lífsferil og ætt. Greinin er ætluð að- standendum sem þekktu þessi atriði, ólíkt eldri greinunum sem voru fremur ætlaðar lesendum sem ekki voru í innsta hring og fengu því ekki að kynnast manneskjunni af eigin raun. Þetta breytta viðhorf kemur vel fram í minningargrein sem systkini skrifa um ömmu sína í janúar 2006: Elsku besta amma X, eitthvað er nú hálfskrýt- ið að skrifa til þín nokkur orð núna þegar maður hefur getað sagt þér það sem hvarflað hefur í gegnum hugann síðustu viku þegar þú varst að kveðja okkur öll. Hér við situr og þessari stuttu klausu er fylgt eftir með ljóði og stuttri kveðju. Minningargreinin er í hugum þeirra sem hér skrifa hvorki vettvangur til þess að rifja upp ævi ömmunnar né lýsa per- sónu hennar. Þetta sama viðhorf kemur fram á umræðuvef Barnalands (2006b): „Ef ég myndi skrifa þá myndi ég skrifa til þeirra, ekki um þau, þeir sem þelckja þetta fólk þurfa ekkert að láta segja sér hver viðkomandi er eða var.“ Gamla hugmyndin um að skapa hinum látna orðstír og festa minningu hans í sessi fyrir komandi kynslóðir á litlum vinsældum að fagna og athugasemdir eins og: „Hvernig á ég að geta skrifað kveðjuorð, þar sem ég hef einungis þekkt X í tæp sex ár og þekki að auki sáralítið til ættar hennar og uppruna“, (Morgunblaðið 1976) sjást ekki lengur. Áherslan er lögð á sorgina sjálfa og úrvinnslu hennar. 3.2 Hvert stefnir? Veturinn 2001 hugðist Sölvi Sveinsson (2001:8) halda námskeið í ritun minningargreina í Fjöl- brautaskólanum við Armúla. Einhverjir sáu sig 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.