Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 52

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 52
sömuleiðis skrifaðar með ákveðnum rithætti og oftast er tvípunktur á milli tveggja talna. Þegar skrifaðar eru markatölur er þó stundum band- strik á milli og stundum hafður punktur í stað tvípunkts þegar ritað er hvað klukkan er: (ll)a. Liðið vann sigur á Calgary Flames, 2:1 (tvö eitt) í sjöunda leik liðanna í úrslitum og viðureignina því 4:3 (fjögur þrjú) (mbl.is 8.6.2004c). b. Staðan er 2-1 (tvö eitt) Detroit í vil (mbl.is 11.6.2004a). c. I Suðurkjördæmi lauk talningu klukkan 4:55 (fjögur fimmtíu og fimm) og um 5:30 í Norðausturkjördæmi [...] (mbl.is 27.6. 2004a). d. Verið var að vinna við þakið þegar eldur- inn kviknaði um kl. 19:44 (nítján ijörutíu og fjögur) (mbl.is 12.7.2004a). e. Tilkynning barst Neyðarlínunni kl. 21.55 (tuttugu og eitt fimmtíu og fimm) í gær- kvöld (mbl.is21.7.2004). Flokkurinn „aðrar tölur“ hefur því engin sérstök beygingarleg og setningarleg einkenni heldur em fremur einstakir flokkar innan hans sem hafa ef til vill sérstök einkenni og standa með ákveðn- um orðum. 3. Vandamál í tungutækni I íslensku getur verið flókið að bera fram tölu eins og 1848 og erfitt að sjá hvort um er að ræða ártal (átján hundruðjjörutíu og áttd), fjölda (eitt þúsund átta hundruð jjörutíu og átta) eða síma- númer (átján jjörutíu ogátta). Við þetta bætist að tölur í íslensku beygjast í kyni og falli eins og lýst er hér að framan og er hægara sagt en gert að láta tölvur átta sig á því hvernig beyg- ingarkerfi íslenskunnar virkar. I tölumálheildinni sem áður hefur verið kynnt til sögunnar er að finna aragrúa máls- greina sem innihalda tölur og er gott að nota hana til að átta sig á hvers kyns vandamál þarf að leysa. Málsgreinunum var skipt í 13 flokka eftir efni og alls voru 11.477 tölur í málheild- inni. Við athugun kom í ljós að hægt er að setja fram einfaldar reglur fyrir margar talnanna í flokkunum þar sem sagt er hvernig þær eigi að beygjast í ákveðnu umhverfi. Þannig segir ein reglan að í hvert skipti sem orðmyndin ára stendur á eftir tölu eigi talan að vera í hvorug- kyni, eignarfalli, sbr. tveggja ára. Reglurnar voru settar formlega fram eftir samhengisfrjálsri mál- fræði (e. context-jreegrammar) til þess að auðvelt yrði að meðhöndla þær í tölvum en ekki verður farið nánar út í það hér hvernig þær virka. Þessi leið er tiltölulega einföld og með henni er ekki aðeins hægt að skoða sambeygingu, líkt og hægt væri með öðrum aðferðum, heldur einnig taka tillit til þess á hvaða formi tölurnar eru skrifað- ar og hvaða orð standa á undan tölunum. 3.1 Frumtölur Helstu flokkar frumtalna í tölumálheildinni voru aldur, ártöl, jjöldi, prósent, upphæðir, tími, veður og mælieiningar (þyngd og lengd). I þess- um flokkum eru tölurnar nánast alltaf hliðstæð- ar nema kannski í flokki ártala. Tölurnar standa með orðum eins og ár,prósent, krónur, mínútur og öðrum nafnorðum sem fjöldi á við. Efbyrjað er á því að skoða tölur sem standa með nafnorðum má sjá að töluorð sambeygjast nafnorðunum sem þau standa með eins og fram kom hér að framan. Þetta er þó ekki alltaf svo einfalt. Tölur standa ekki alltaf næst á undan nafnorðinu þannig að tölvan getur þurft að leita lengra að því: (12)a. Það sem af er golfárinu 2004 hafa 34 (þrjá- tíu og fjórir (nf.kk.)) íslenskir (lo.) kylfingar (nf.kk.) náð því sem kallað er draumahögg allra kylfinga - það er að fara holu í höggi (mbl.is 5.7.2004b). b. I fyrra voru leyfin alls 2.447, en á tímabil- inu janúar-maí á þessu ári hafa leyfin (nf.hk.) einungis verið 554 (fimm hundruð fimmtíu og fjögur (nf.hk.)) (mbl.is 6.7. 2004a). 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.