Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 56

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 56
er nú metin 0,53 (núll komma fimmtíu og þrír) og hefur lækkað verulega [...] (mbl.is 10.6.2004b). e. Quarashi hitar upp fyrir 50 (,,fifty“) Cent og G-Unit (mbl.is 11.6.2004b). I dæmum (22) er að finna ýmiss konar tölur sem erfitt er að eiga við. I (22a) á talan við Stöð en er ekki í kvenkyni eins og nafnorðið. Talan er í hvorugkyni og er þetta gjarnan notað í heitum á sjónvarps- og útvarpsstöðvum eins og Stöð 2 og Rás 2. I (22b) er einnig hvorugkyn þó að tölurnar eigi við kvenkynsorðið Fljótsdalslína. Þetta virð- ist vera sama regla og í (22a) og líklega átt við „Fljótsdalslínur númer þrjú og fjögur“. Það sama á svo aftur við í (22c) þegar átt er við „Shrek númer tvö“ en vandamálið er að Shrek er erlent nafn og ekki augljóst hvert kynið er. Tölvan á því í vandræðum með að finna með hvaða orði talan stendur. I (22d) er talan í karl- kyni þó að hún eigi við kvenkynsorðið meðal- veiðidánartala. I þessu tilviki er notast við ómarkaða kynið, karlkyn, enda er þetta ekki „meðalveiðidánartala númer núll komma fimmtíu og þrjú“. I (22e) kemur enn eitt vanda- málið upp en það er þegar tala er hluti af er- lendu nafni. Talgervill myndi hér örugglega segja „fimmtíu sent“ (eða ,,kent“) í stað „fifty“ sem er réttur framburður erlenda orðsins. Fleiri dæmi um „aðrar tölur“ eru tímar í íþróttakeppnum sem eru alltaf skrifaðir með tölustöfum: (23) a. Ragnhildur hlaut 11. sætið í 100 [svo] bringusundi á 1.14,81 (einni fjórtán átta- tíu og einni) (mbl.is 10.6.2004a). b. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir, IA, setti Is- landsmet í gær þegar hún varð í 5. sæti í úr- slitum í 100 m flugsundi á tímanum 1.02,07 (ein núll tvær komma núll sjö / ein núll tvær núll sjö) mínútur (jnbl.is 12.7.2004b). Hér virðist skipta máli hvort nafnorð kemur á eftir eða ekki. í (23a) yrði talan eða tölurnar í kvenkyni, þágufalli en í (23b) virðist talan eiga að vera í nefnifalli. Ef nafnorðinu mínútur væri sleppt segði maður sennilega „á tímanum einni núll tveimur komma núll sjö“. Aðrar tölur í þessum flokki eru síðan markatölur úr íþróttaleikjum og tími: (24) a. Liðið vann sigur á Calgary Flames, 2:1 (tvö eitt) í sjöunda leik liðanna í úrslitum og viðureignina því 4:3 (fjögur þrjú) (mbl.is 8.6.2004c). b. Staðan er 2-1 (tvö eitt) Detroit í vil (mbl.is 11.6.2004a). c. I Suðurkjördæmi lauk talningu klukkan 4:55 (fjögur fimmtíu og fimm) og um 5:30 í Norðausturkjördæmi [...] (mbl.is 27.6. 2004a). d. Verið var að vinna við þakið þegar eldur- inn kviknaði um kl. 19:44 (nítján fjörutíu og fjögur) (mbl.is 12.7.2004a). e. Tilkynning barst Neyðarlínunni kl. 21.55 (tuttugu og eitt fimmtíu og fimm) í gær- kvöld (mbl.is 21.7.2004). Þegar um íþróttaúrslit eða markatölur er að ræða er ekkert orð sem segir til um hvers konar tölur em á ferðinni heldur er það fremur formið á töl- unum. Markatölur beygjast þó ekki í falli heldur aðeins eftir kyni en erfitt er að átta sig á kyninu þegar ekkert nafnorð stendur með tölunni. Þegar talað er um tíma er gjarnan notað orð- ið klukkan eða skammstöfun þess, kl., á undan tölunni. A sama hátt og markatölurnar beygjast þessar tölur þó ekki í falli heldur aðeins í kyni en ekki þó sama kyni og klukkan sem er í kvenkyni heldur hvorugkyni eins og markatölurnar. Þetta á alltaf við, jafnvel þegar orðið klukkan er hvergi sjáanlegt í námunda við töluna. Þó að þessi flokkur sé hálfgerður vandræða- gripur er hægt að hugsa sér einhverjar reglur, t.d. má nefna að á eftir götuheitum er tala höfð í nefnifalli, hvorugkyni: (25) Hlustunarkvöld Tíma fara fram í lista- smiðjunni Klink og Bank, Brautarholti 1 (eitt) (mbl.is 23.6.2004c). 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.