Mímir - 01.06.2007, Síða 79

Mímir - 01.06.2007, Síða 79
af málhöfum á öllum aldri. Tilgangurinn með framsetningu punktanna er afar fjölbreyttur og er fjöldi þeirra einnig mismunandi. Þeir hafa yfirleitt ekki tilfinningamerkingu fyrir það sem á undan fer. Mun fremur marka þeir enda, framhald eða bið og jafnvel er hægt að ímynda sér að sums staðar tákni þeir breytingu á tónblæ raddar. (9) M8: já þarna í mál.... M8: vísindunum? (10) M2:jamm.... (11) M10: hmmm.. hvaða lag var það? Punktar eru gjarnan settir á eftir alls kyns orðum til að skapa einhverskonar óvissu eða „þögn“ sem dregur úr ákveðni svarsins. Þetta sést oft á eftir já- og nei-svörum sem hafa talmálslegan blæ, eins og jamm, eða orðum sem sett eru fram í samtölunum sem endurgjöf, s.s. hmm..., újf..., uss..., og hafa punktarnir í þessari framsetningu þann tilgang að draga seiminn. Hér að framan sést einnig hvernig mælandi notar endurtekningu punkta, fjóra punkta í röð, til þess að vinna sér inn örlítinn umhugsunartíma og láta viðmælanda vita að endingu vanti á þann hlut sem um ræðir. I venjulegu talmálssamtali væri þarna tækifæri fyrir viðmælanda að botna setninguna fyrir mælandann þar sem svo virðist sem hann sé ekki með það á hreinu í hvaða námi viðmælandi er. Jafnvel er hægt að túlka punktaframsetn- inguna sem svo að hún eigi að gefa í skyn tón- breytingu í rödd mælanda sem hefði mögulega tilfmningalegt gildi í venjulegu talmálssamtali. Eins og umfjöllunin gefur til kynna er end- urtekning punkta í netspjalli mjög einstaklings- bundin og erfitt eða jafnvel óhugsandi að ætla að marka þeim formfasta merkingu. 3.2 Ahersla og spurningar I samtali manna á milli er áhersla nauðsynlegur hluti af því að koma réttri merkingu málsins til viðtakanda. Einstaklingar sem ræða saman í gegnum netforrit hafa fært út notkun á þáttum sem fyrir eru í rituðu máli og nota að miklu leyti upphrópunarmerki, spurningarmerki og hástafi til þess að koma ákafri merkingu orða til skila til viðtakanda. Notkun á upphrópunarmerkjum í netsam- tölum er mun fjölbreyttari en reglurnar segja til um en í Auglýsingu um greinarmerkjasetningu segir að nota skuli upphrópunarmerki á eftir upphrópun, fögnuði og skipun og setja skuli spurningarmerki á eftir málsgrein sem felur í sér beina spurningu (1974:15.gr.). Reglurnar gera hins vegar aðeins ráð fyrir að eitt merki sé notað við hverjar þær aðstæður sem að ofan eru nefndar. Þessu er hins vegar á annan veg farið í netsamtölum. Fjöldi upphrópunarmerkja fer oft eftir tilfinningamerkingu mælanda: Því fleiri merlei sem hann sendir viðmælanda á eftir setningunni því meiri er ákafinn og setja þau oft áherslustimpil á samtalið sem fer á undan. (12) M2: ætla að koma á eftir og læra í allan dag!!!!! Því fer fjarri að merking setninganna komist ekki til skila án þessara upphrópunarmerkja en tilfinningunni er gefið meira vægi með því að setja upphrópunina fyrir aftan. I venjulegu talmáli er hægur vandi að beita röddinni eða líkamanum þannig að meiri áhersla fáist á tiltekinn hluta setningar og venjulega gerist það af sjálfu sér. Ef mælandi kýs að leggja enn meiri áherslu á orð sín í netspjalli er orðið sem bera á áhersluna oft ritað með hástöfum til þess að það verði enn ákveðnara og hrópi á athygli viðmælanda. Með því að rita eitt orð setningar með hástöfum eykur mælandi áherslu þess en ef öll setningin er rituð með hástöfum hrópar hún á viðtakanda, eins og sést hér á eftir: (13) M15: við gerum það í vikunni M16: DRÍFA SIG!!!!!!!!! Það sama á við um fjölda spurningarmerkja og upphrópunarmerkja; þegar mörg spurningar- 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.