Mímir - 01.06.2007, Page 90

Mímir - 01.06.2007, Page 90
þeirra sjálfsprottið og nærtækt íyrir hvern þann er kýs að hlusta, skynja og samsama sig ást þeirra Páls og Ragnhildar, hvort sem er í að- skilnaði eða daglegum samvistum, gleði eða sorgum. Páll sækir sárasjaldan til annarra skálda og sem dæmi um það er hann sækir til drótt- kvæða- eða rímnaskálda nefnir hann ástmey sína aðeins einu sinni hverri þessara kenninga: sunna marglóðar, sunna unnarbáls, liljan dúka, auðgrund, gullskorð, líneik, eygló, seima Nanna, dúka Freyja, stundum lindasók, stöku sinnum sjást heiti á borð við mœr, hrund, drós, brúður, víf og svanni og telst vart til tíðinda. Hið eina sem sést líkt með orðfæri hans og rómantískra samferðamanna hans er kvenheitið Asta, sem alloft ber fyrir augu. Hið rómantíska blóm grær í ljóðagarði Páls, ýmist sem skraut fyrir Ragnhildi, ímynd henn- ar til að gleðja hann og minna á hana eða líf- gróður sem vex í sporum hennar og sprettur í kringum hana í tilbeiðslu og nærist á þránni eftir kossum hennar líkt og hann sjálfur. Það er ekki blátt nema stöku sinnum og oftar en ekki eru blómin mörg, heil breiða eða kerfi. Hann vökvar þau ýmist tárum hennar eða sínum, heldur í þeim lífi í barmi sér til að vekja henni óvænta gleði og undrun og sanna henni ást sína en á henni nærðust blómin.J En þótt blóm Páls séu eins oft gullin og þau eru blá tengir hann oft þanka sína um Ragnhildi við bláa báru er ýmist þylur nafn hennar og er tengiliður í sam- skiptum þeirra3 4 eða vaggar honum í draumum hans líkt og móðir barni í þessari listilegu stöku: Svani bárur bera; bára ef værir þú á blárri báru nú svanur vildi ég vera.5 3 Sbr. Pál Ólafsson 1971:33, Hvar sem þú gengur (Það held ég Astu þyki gaman). 4 Sbr. Pál Ólafsson 1971:26-27, Berst á báruljóni. 5 Allar ómerktar tilvitnanir í ljóð Páls eru í Kvœði 1984a-b, fyrra og síðara bindi. Páll og samferðamennirnir Hug Páls til eftirlíkinga má sjá í upphafsorðum eins ljóða hans: Annarra vísum ei skal snúa, um ástina mína sjálfs ég kveð. Hana skal þér þeim búning búa af bréfum og vísum getir séð, þá heimur og tími og raunir reyna að rægja okkur saman, hvort að ei hjarta mitt vafðist um þig eina, mín óflekkaða hjartans mey.6 Af þessu má ráða að honum þætti hann ekki sýna Ragnhildi næga athygli ef hann stældi aðra. Þá fyndist henni e.t.v. sem ást hans væri aðeins eftiröpun ásta annarra skálda á öðrum konum eða hann væri að yrkja um ástir yfirleitt og jafnvel til annarra kvenna. Telja má víst að þau hafi rætt þetta. Hann segir ítrekað frá því að hún sé aflvaki hans í skáldskap, móðir kvæða hans, og að hún biðji hann sífellt um að kveða til sín. Hún erfði smekkvísi föður síns og unir eflaust ekki „notuðum“ skáldskap. Viss líkindi má sjá með Páli og Jónasi Hall- grímssyni er þeir yrkja undir fornyrðislagi. Ljóðmál þeirra er þó ekki líkara en gengur og gerist með skáldum á þessum tíma. Það sem helst tengir þá saman er hófsamt og látlaust en vel miðað orðavalið, hið kyrrláta yfirborð með þungri undiröldu og æðruleysið í niðurstöð- unni. Þegar ástarljóð Bjarna Thorarensen og Páls eru borin saman sjást líkindi í tvennu varðandi efnistök. Fyrst er að nefna viðhorf þeirra til ást- ar og dauða. Bjarni heitir því í Sigrúnarljóðum7 að halda áfram að elska og vefja Sigrúnu örm- um eftir að hún er dáin og það myndi Páll ekki hika við að gera ef Ragnhildur dæi á undan honum, sbr. Eg vildi feginn verða að ljósum degi. Nákuldinn er þó hvergi nærri eins yfir- 6 Páll Ólafsson 1971:45. 7 Bjarni Thorarensen 1954:38-40. 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.