Mímir - 01.06.2007, Síða 93

Mímir - 01.06.2007, Síða 93
Og þetta tekst honum því að í birtu hans býr kynngi sem jafnast á við kraft sólarinnar. Páll yrkir gjarnan um augu Ragnhildar sem bjartar brúnasólir. Þær ylja ekki síður en sú á himninum og bægja frá öllum kvíða. I kvíða, sorg og myrkri finnur hann tvær stjörnur á himni sem lýsa skærar en allar hinar, ástar- og vonarstjörnur; vonarljós hans og vegvísar, óska- steinar undir brúnahimni (sjá um Venus í kafl- anum hér að framan). I augum hennar er blíðan sem hann þráir en einnig hlýjan sem hann hjúfrar sig í; dýpið sem hann sökkvir sér í og svalar, laugar sig hreinan og felst frá grimmum heimi. I þá lind, augnasjóinn, sækir hann oft og tíðum sín bestu ljóð. I einni stöku er Ragnhildur mittisgrönn en það er Páli minnkun því að hann vill gera eigin- konu sinni fleiri börn. Kelta hennar er einungis nefnd nokkrum sinnum er hann leggur höfuð sitt í hana, örþreyttur, eða afhendir henni ljóða- kver sitt, ástarjátningarnar, og börnin til um- sjár. Aðeins einu sinni varpar hann sér eins og foss í kjöltu hennar, en sem fyrr segir er foss- inn afar algengt tákn fyrir þrána hjá Páli; læk- ir, ár og vötn keppa af eilífri sókn til sjávar og fossarnir verða til í ákafanum. Annars er hún móðurskaut, hinn hjúpandi reitur umhyggju og ástar og vísar með leynd til frjósemi þeirra, kvenlegrar mýktar hennar og karlmennsku hans. Hann hnígur líka stundum að knjám hennar; ef ekki dauður eða til að taka síðasta andvarpið, þá til að kveða henni kvæðin, syngja henni þau á hörpu sína. Eitt sinn lýsir hann því hve hann ærist líkt og barn við að sjá hana lauga fót sinn og þerra líni24 (sbr. Kormák er hann lofsyngur ökkla Steingerðar í Kormáks sögu). Og við þessa fætur finnur hann fullsælu þótt ann- ars megi hann aldrei „ofar kyssa en á miðja rist“ — en hann hefur þó á tilfinningunni að hún eigi eftir „af mér betur að verða kysst.“25 24 Sbr. Pál Ólafsson 1971:80. 25 Sbr. Pál Ólafsson 1971:23. Annað nefnir Páll ekki á líkama ástkonu sinnar og er þar trúr hefðinni. Hófsemin A þessum tíma tíðkaðist eldd að tala bert um líkamlegar kenndir sínar og það gerir Páll ekki heldur. Hjartað er sá vöðvi sem nýtur góðs af ástum þeirra Ragnhildar eða líður fýrir ástleys- ið í meinum. I hjarta sér býr hann henni ból og umvefur hana öllu því besta sem hann þekkir. Þar hefur hann vissulega brennt sig illa en al- drei sviðið undan. I hjarta hennar þráir hann að mega hreiðra um sig og dyljast fyrir kvíða og áreiti heimsins í hinu hlýja, ástríka fylgsni. Hjartslátturinn er líkamsmálið, undirstrikaður af heitum faðmlögunum, sem eru mörg og tíð. Oftast er það Ragnhildur sem fellur honum um háls eða vefur hann „hvítum, mjúkum, heitum, fögmm handleggjunum",26 en stundum kastar hún sér í faðm honum og þá er það hann sem vefur hana örmum og forðar henni frá angri, bægir frá henni kvíða og sefar sorgir. í Eddu- kvæðum eru handleggir/armar einmitt sá lík- amshluti (pars pro toto) sem ásamt faðmlaginu getur á hæverskastan hátt vísað til innilegustu ástaratlota. Þar er iðulega talað um „að hafa á/hefja að/sofa á armi e-s“ og „leggja hend- ur/arma yfir e-n“. Orðavalið er afar hófsamt og sakleysislegt og særir eklfi blygðunarkennd nokkurs manns við fyrstu sýn, a.m.k. ekki nú á dögum. Að hætti Edduskálda er þetta þó bein vísun í holdlegan samrana karls og konu, sbr. það þegar Loki ávítar Iðunni fyrir að hafa lagst með bróðurbana sínum: „Þegi þú, Iðunn, þig kveð eg allra kvenna vergjarnasta vera, síðstu arma þína lagðir íturþvegna um þinn bróðurbana.“27 26 Sbr. Pál Ólafsson 1984b:126. 27 Eddukvœði 2001:123, Lokasenna, 17. vísa. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.