Mímir - 01.06.2007, Page 104

Mímir - 01.06.2007, Page 104
sem hafa verið í íslensku málumhverfi í þrjú ár. Arangur þeirra var borinn saman við árangur fjögurra ára íslenskra barna. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar vegna þess að í öllum beyging- arflokkunum eru litháísk börn með hærra hlut- fall réttra svara nema í beygingarflokknum V-a. Astæða þess gæti verið sú að í beygingar- flokknum V-a voru nokkur orð sem börnin könnuðust ekki við. Sem dæmi má nefna sagn- irnar hringa, hljóða og mynda. Tvö börn mynd- uðu rétta þátíð af sögninni mynda, eitt barn myndaði rétta þátíð af sögninni hljóða en ekk- ert barn var með rétt beygða þátíð af sögninni hringa. En þegar á heildina er litið eru litháísk og íslensk börn með sama hlutfall (35%) réttra þátíðarmynda. I hópi 4 eru átta börn sem hafa verið í íslensku málumhverfi í fimm ár. Arangur þeirra var bor- inn saman við árangur sex ára íslenskra barna. Niðurstöður sýndu að litháísk börn voru með 79% svara rétt en íslensk börn ekki með nema 74%. Litháískum börnum gengur betur að mynda rétta þátíðarmynd í öllum beygingar- flokkunum nema í veika flokknum V-a þótt munurinn sé reyndar eklci mildll sums staðar. Mestur munur er í V-bl: 62% á móti 46%. I hópi númer þrjú eru tvö börn sem hafa verið í íslensku málumhverfi í fjögur ár. Árang- ur þeirra miðað við árangur fjögurra ára ís- lenskra barna er slakari. Ástæða þess, eins og fram kom hér að framan, er sú að barnið D er frekar seint til máls. Litháísk börn eru með 24% svara rétt en fjögurra ára íslensk börn eru með 35%. Börnin frá Litháen eru með lægra hlut- fall réttra svara í öllum beygingarflokkunum nema í sterka beygingarflokknum S. Þegar niðurstöður eru skoðaðar án barnsins D kemur í ljós að barnið C er með hærra hlut- fall (38%) réttra svara en fjögurra ára íslensk börn (35%). Barninu gengur betur að mynda rétta þátíðarmynd í beygingarflokkum V-i og S en verr í beygingarflokkum V-a og V-bl. I hópi númer sex er aðeins eitt barn sem hefur verið í íslensku málumhverfi í sex ár. Ár- angur þess miðað við árangur sex ára íslenskra barna er slakari. Það er með 64% rétt svör en sex ára íslensk börn eru að meðaltali með 74%. Litháíska barnið er með aðeins hærra hlutfall réttra svara í veika beygingarflokknum V-bl. Barnið úr hópi númer eitt hefur verið mjög stuttan tíma í íslensku málumhverfi og þar af leiðandi er ekki hægt að bera saman árangur þess við árangur íslenskra barna. 4. Lokaorð Þegar niðurstöðurnar eru teknar saman kemur í ljós að litháískum börnum gengur betur að mynda rétta þátíð en íslenskum börnum. Þess- ar niðurstöður eru athyglisverðar og vekja fjöl- margar spurningar. Eins og bent var á áður getur ástæða þess verið sú að eftir því sem börn- in eru eldri þegar þau byrja að læra annað mál eru þau fljótari að ná tökum á flóknari reglum málsins, „the ability to acquire rule systems does in fact increase steadily with age“ (Snow og Hoefnagel-Höhle 1978:343). Þegar litið er á aldur litháísku barnanna, sem er 13 ár að meðaltali í hópi númer fjögur, sést að aldur þeirra er miklu hærri en sex ára ís- lenskra barna og þess vegna er hlutfall réttra svara hærra hjá litháískum börnum sem hafa verið í íslensku málumhverfi í fimm ár en hjá sex ára íslenskum börnum. Rannsóknin, sem Snow og Hoefnagel-Höhle gerðu árið 1978, sýnir að unglingar eru mun betri í máltöku annars máls en aðrir aldurshópar. Til að stað- festa það þyrfti að skoða árangur lítháískra barna sem byrjuðu að læra íslensku við fæðingu. 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.