Mímir - 01.06.2007, Síða 116

Mímir - 01.06.2007, Síða 116
Hvorki er gefið upp hvar né hvenær Börnin íHúmdölum á að eiga sér stað. Einungis er sagt að Húmdalir séu fjölbýlishús í útjaðri borgar. Umhverfið er kunnuglegt og sagan virðist ger- ast í okkar heimi. Væntanlega reikna flestir ís- lenskir lesendur með að landið sé Island, borgin Reykjavík og að sagan gerist í nútímanum. Auk þess minna samfélagslegu vandamálin sem koma upp á yfirborðið í sögunni óþægilega á ís- lenskt samfélag í dag. I Húmdölum búa yfir níu hundruð manns og eru íbúar flestir af lægri stigum þjóðfélagsins. Þarna eru þeir sjúku, fá- tæku og atvinnulausu; einstæðu mæðurnar og alkóhólistarnir; kynferðisafbrotamenn og pillu- sjúklingar svo að fátt eitt sé nefnt. Elúsið er efst uppi á hárri hæð og frá sjónarhóli barnanna í dalnum fyrir neðan minna Húmdalir á drunga- legan kastala. Húsið er 11 hæða há skeifa. Brött brekka niður dalinn blasir við öðrum megin. Hinum megin er mosagróið hraun svo langt sem augað eygir. I miðri skeifunni er garður, umkringdur múr með þyrnigerði ofan á. Hús- ið er eins og heimur innan í heimi, útilokaður og einangraður frá öllu öðru. Heimilishryllingssögur taka á meðfæddri þörf okkar fyrir öryggi og hið kunnuglega um- hverfi er valið sem sögusvið vegna þess öryggis sem við tengjum við heimilið og það sem við þekkjum. Ef við truflum þessi gildi stofnum við sjálfsmynd okkar og öryggi í hættu. Beint sam- band er á milli öryggis, jafnvægis, sjálfsmyndar og heimilis og í heimilishryllingi er húsið stað- ur innilokunar. Það virðist vera ömggt en af því stafar ógn, að innan og/eða utan. Flett er ofan af kunnuglegu umhverfi sögupersóna og því sem alla jafna er talið vera „raunverulegt“ er gjörbreytt með því að afhjúpa það sem við ótt- umst og það sem er falið. I heimilishryllingi verður ijölskyldan fyrir árás og einblínt er á hið kúgaða, þjakaða og perversa og sjúklegu hlið- ina á alsælu ijölskyldulífsins.9 Allt þetta sjáum við í Börnunum íHúmdölum. Nonni, Brynja, Eydís og öll hin börnin mega ekki fara út úr Húmdölum því að þau em lítil og saklaus en heimurinn úti fyrir er stór og hættu- legur. Þau em föst heima en þar leynist mesta hættan: Húsið sjálff er sjúkt. Náttskrímslið hef- ur búið um sig í veggjum, leiðslum, pípum og kjöllurum auk þess sem það hefur hreiðrað um sig í nokkrum sálum og yfirtekið þær með hræðilegum afleiðingum. Krakkarnir eru skít- hræddir og hversdagslegir hlutir eins og að ná í föt inn í skáp, fara að sofa eða skreppa inn í her- bergi em orðnir stórhættulegir. Hryllilegir at- burðir sem eiga sér stað í húsinu sýna fram á slæma stöðu barnanna og einstæðingsskap þeirra. Við rekumst á óhæfa, ofbeldisfulla, sinnu- lausa, þunglynda og drykkjusjúka foreldra svo fátt eitt sé nefnt. Ofbeldið sem börnin þurfa að líða er allt í senn andlegt, líkamlegt og kynferð- islegt auk þess sem vandamál á borð við skiln- aði, mikla vinnu hinna fullorðnu og einveru barna eru tekin fyrir. Vandamálin em ærin, svo að ekki séu í ofanálag skrímsli og önnur yfir- náttúrleg öfl. Börnin geta ekki leitað til foreldra sinna, ýmist vegna þess að þeir trúa börnunum ekki, nenna ekki að hlusta á þau eða eru hreinlega ekki til staðar. Börnin komast sjálf að lokum að þeirri niðurstöðu að foreldrarnir vilji ekki trúa þeim af því að þeir geta það ekki. Eiturlyfja- sjúklingurinn Sammi, vinur mömmu Hilmis, staðfestir fyrir okkur og börnunum að hinir full- orðnu ráða ekki við skrímslið né heldur vita þeir af tilvist þess. Sammi grætur og öskrar, hefst ekki við heima hjá sér og flýr á náðir áfengis og eiturlyfja eftir röð martraða og eftir að hafa séð skrímslið. Hann getur með engu móti viður- kennt eða tekist á við tilvist þess. Enginn getur hjálpað krökkunum, þeir geta bara treyst á sjálfa sig — eins og alltaf. 9 GinaWisker 2005:150-154. 114 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.