Mímir - 01.06.2007, Síða 120

Mímir - 01.06.2007, Síða 120
Avarp ritnefndar Mímis flutt á 60 ára afmælishátíð Mímis þann 17. nóvember 2006 Ágæti veislustjóri, kennarar, samnemendur og annað velvildarfólk Mímis! Við sem skipum ritnefnd Mímis í ár vorum fengin til að koma hingað á afmælishátíð fé- lagsins og halda ræðukorn þar sem greint væri í stuttu máli frá sögu Mímis. Nú er að sjá hvort það heppnist. Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, var stofnað árið 1946 og fagnar því sextíu ára afmæli í ár. Arin 60 eru tímamót. Samkvæmt könnun á vegum VR stefna flestir stjórnendur íyrirtækja á að setjast í helgan stein á milli sex- tugs og sjötugs og rúmlega tveir af hverjum tíu stefna á starfslok fyrir sextugt. Um sextugt er fólki ráðlagt að fara að huga að lífeyrismálum og Félag eldri borgara hvetur alla sextíu ára og eldri að byrja strax að styðja starf þess og búa í haginn fyrir sjálfa sig. Eftir sextugt gefst einnig tækifæri til þess að kaupa stuðningsíbúðir þar sem öll þjónusta er í grennd og hjúkrunarfólk er aðeins einni bjölluhringingu í burtu. Flugmenn eru hvattir til að fljúga ekki í atvinnuskyni eftir sextugt en sjálfsagt er það undir einstaklingnum komið hvort hann heldur áfram að fljúga eða ekki. Með aldrinum fer líkamsstarfseminni að hraka. Talað er um að sjónin versni um og eftir fertugt. Um sextugt fer viðbragð að lengjast og hreyfingar verða allar hægari. Einnig daprast heyrnin. Fólki sem er komið yfir sextugt er því tvímælalaust ráðlagt að taka lýsi, lýsispillur eða vítamínbelgi með D-vítamíni. Það er þó ekki hægt að segja að þetta eigi við um Mími. Lýsing Gests Pálssonar á séra Eggerti á Bakka í Kœrleiksheimilinu ætti miklu fremur við en hann segir: „Hann var maður hniginn að aldri, kominn um sextugt, en þó heilsugóður enn.“ Mímir er enn talsvert heilsu- góður og starfsemi hans í fullum blóma. Það sést t.d. á nýrri heimasíðu Mímis, www.123. is/mimir. Töluverð umferð er á síðunni og tugir athugasemda skráðar við hverja færslu. Nánar um það síðar. Eins og maður um sextugt hefur Mímir upplifað margt á sinni tíð: orðinn ráðsettur og hefur prófað flest af því sem lífið býður upp á. Enn leynist þó líf í glæðunum og myndi sjálf- sagt blossa upp mikið bál ef atlaga yrði að gerð. Nemar í norrænu stofnuðu með sér félagið Mími þann 11. desember 1946. Yfirlýst mark- mið félagsins var í tveimur liðum, annars vegar „að vinna að hvers konar hagsmunamálum nor- rænunema og hins vegar að vera málfunda- og skemmtifélag". I upphafi var þó fyrri liðurinn veigameiri þar sem félagið var ötult við að álykta um hitt og þetta sem betur mátti fara. A fyrsta fundi þess var samin tillaga til kennara í deildinni þar sem farið var fram á að fyrirlestr- ar yrðu fjölritaðir, kennsla færi öll fram annað- hvort fyrir eða eftir hádegi og að prófum yrði breytt svo nemendur gætu lært undir hvert próf fyrir sig en þyrftu ekki að læra undir öll fög samtímis. Þessir fyrstu stjórnarmenn Mímis risu á fætur og mótmæltu aðstöðunni. Þeir hvöttu til breytinga sem fylgdu síðan í kjölfar- ið. I ágripi af sögu Mímis þegar Mímir var 15 ára leggur höfundur út af stofnun félagsins með 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.