Úrval - 01.12.1979, Síða 4
2
ÚRVAL
hliðum vítis. Satan sjálfur kom til
dyra og spurði:
„Viltu fara í kommúnista helvíti
eða kapítalista helvíti?”
„Kommúnista helvíti,” svarði
maðurinn án þess að hugsa sig um.
Staðarhöfðingjann langaði að vita
hvers vegna hann hefði verið svo
fljótur til svara. Og borgarinn svaraði
líka strax:
,,Þar hlýtur að vera eilífur
eldsneytisskortur.
★
Maður dó og fór til himna. Svo vel
vildi til að það var lítið að gera hjá
Lykla-Pétri, svo hann bauðst til að
sýna þeim nýkomna landareignina.
Meðan þeir reikuðu milli staða, sagði
Pétur frá — „Þarna eru gyðingarnir
— þarna yfir frá búddistarnir —
þarna mótmælendur — þarna í
horninu eru mormónar —”
Svo komu þeir að stað, sem var
umgirtur með háum, heilum vegg.
Hinum megin við hann heyrðust
háværar samræður og hlátrasköll.
„Hverjir eru þarna?” spurði sá
nýkomni.
,,Uss,” svaraði Pétur. ,,Þarna eru
kaþólikkarnir — en ekki hafa hátt —
þeir vita ekki annað en þeir séu einir
hér.”
Stalin og Nicholas II hittust, þegar
sá síðarnefndi dó. Sarinn var náttúr-
lega spenntur að vita, hvað hefði
breyst í Rússlandi eftir að hann varð
að kveðja það svo skyndilega. „Hafið
þið ennþá her?” spurði hann.
„Betri og stærri her en nokkru
sinni fyrr. Sex milljónir manna undir
vopnum.”
„Og hafið þið ennþá leyni-
lögreglu?”
„Auðvitað. KGB gerir Ochrana
þinni skömm til, get ég sagt þér!
„Eigið þið enn nógu marga
kósakka til að halda uppi lögum og
reglu?”
„Heilu deildirnar!”
„En vodka ?”
, ,Svo tunnum skiptir!
„Og ennþá40% alkóhól?”
„Það er42% núna!
„Og finnst þér þetta allt hafi nú
borgað sig fyrir þessi tvö prósent?
★
„Hvað þarf margar atómbombur
til að eyða Frakklandi, pabbi?”
spurði sonur háttsetts hershöfðingja í
NATO.
„Frakklandi? Ég veit ekki alveg —
30-40, hugsa ég.”
„En Bretlandi?”
„Ekki gott að segja. 24 — eða 30.
Kannski 40.”
„En Bandaríkjunum?”
„Ég hef nú aldrei hugleitt það. 60,
kannski. Nei, lfklega80.”
„En Sovétríkjunum?”