Úrval - 01.12.1979, Síða 7
HVER FANN UPP KARTÖFLUGLÖGURNAR?
5
vandfysinn gestur þjóninn fram með
frönsku kartöflumar hvað eftir annað,
að því að þær voru „of þykkar”, Cmm
þreif þá kartöflu, sneiddi hana í flýti í
örþunnar sneiðar og stakk þeim í
sjóðandi feitina. Árangurinn varð
gullnar, létt undnar flögur, sem vand-
fysni gesturinn átti ekki orð til að
dásama. Fram til aldamóta vom þær
aJltaf kallaðar Saratoga flögur — en
síðan bara kartöfluflögur.
Joseph C. Gayetty í New York
gaf heiminum klósettpappírinn árið
1857, og setti hann á markaðinn
sem „heilsupappír Gayetty’s —
algerlega hreinn á snyrtinguna.”
Hvert blað var gen úr óbleikmm
pappír úr Manillahampi og nafn
Gayetty’s sem vatnsmerki í honum.
Pakki með 500 blöðum var þá
seldur á 50 sent — svo pupullinn
hefur víst orðið að dugast við eitt-
hvað annað.
Ernest A.
á heimssýningunni í St.
Hamwi, kökusali,
fæddur í
Damaskus,
fékk leyfi
til að selja
zalabia
(örþunnar,
persneskar
vöfflur,
ÍV bornar fram
^ með sykri
og öðrum
sætindum),
Louis 1904.
I næsta standi við hann var íssölu-
maður, sem seldi rjómaís á litlum
diskum. Einn sumardaginn varð ís-
salinn diskalaus, svo Hamwi tók eina
af heitu zalabiunum sínum, bjó til úr
henni kramarhús, lét hana kólna og
lagði svo ískúlu úr skeið ofan í
breiðari endann. „Allsnægtahorn
heimssýningarinnar”, síðar form-
ísinn, sló þegar í stað í gegn.
Þegar Theodor Roosevclt forseti
L5r til Mississippi í nóvember 1902
til þes að hjálpa til við að lægja
landamæradeiluna milli Mississippi
og Louisisana. notaði hann tæki-
færið til að komast á bjarndýra-
veiðar. Hjálparmaðurinn notaði
hunda til að króa af gamalt og lasið
bjarndýr, sem hann batt svo víð tré
- auðvelda bráð fvrir forsetann. En
Roosevelt neitaði að skjóta dýrið.
Þetta varð til þess að blað eitt birti
skopmynd af barndýraveiðum for-
setans. Morris Michtom, eigandi
sælgætis- og leikfangaverslunar í
Brooklyn, sá þessa skopmvnd og
datt í hug að búa til leikfanga-
hangsa úr brúnu plussi með
hreyfanlega útlimi og glerhnappa í
augna stað.
Þegar Michtom hafði lokið við að
búa til bangsann, setti hann
leikfangið út í búðargluggann með
spjaldi. sem á stóð „Bangsinn hans
Teddys.” Svo skrifaði hann
Roosevelt forscta og baðst leyfis til
að tiota „Teddy” sem vörumerki.
Forsetinn svaraði með persónulegu.