Úrval - 01.12.1979, Side 11
BROT AF PRIESTLEY
9
við sigur, eins og hann sé af neðan-
jarðarkonungsríki búálfa, hálfur með
stríðni og hálfur með vinsemd, nískur
á þriðjudegi, örlátur á miðvikudegi.
Þetta töfra-yfirbragð, sem gert
hefur sveppinn frægan um aldir,
hjúpar okkur, sem þá tínum, með
töfrahjúp sínum, svo feitir rithöfund-
ar og konur þeirra fara að æsast um og
hlæja upphátt. Ö, þessir móðugullnu
septemberdagar þegar við reikuðum
um holtið handan við húsið okkar á
Wighteyju og tíndum sveppi!
Næsta ár verðum við að fara
þangað aftur á sveppatímanum. En
auðvitað, af því að þeir eru sveppir og
gæta sín á því að láta aldrei ganga að
sér gefnum, getur alveg eins verið að
þeir verði ekki þar. Og það er jafn-
sjálfgefið að gullmóða síðdegisins sé
fölnuð og við uppgötvum að við
höfum ekkert annað á að horfa en
skáhalla rigninguna.
Kommún-
isminn hennar
Eftir langa fjarvist hitti ég aftur
konu sem ég hafði þekkt og dáð mjög
síðan hún var ung telpa. Hún var enn
barnung þegar hún varð kommúnisti,
og þótt hún sé kannski ekki í flokkn-
um, hafði hún ekki látið af trú sinni á
hugsjónina. Hún vissi að ég hafði
heimsótt mörg kommúnistalönd og
sagði við mig í flýti: ,,Okkar
kommúnismi verður allt öðru vísi! ’ ’
Ég svaraði ekki ,,hann verður and-
skotan ekkert öðru vísi!” en það var