Úrval - 01.12.1979, Page 23
ÞEGAR DRAUMARNIR FARA EKKI SAMAN
21
Þori ég að leyfa félaga mínum að
þekkja mig eins og ég raunverulega
er?
Er ég nógu opin/n til að taka af öll
tvímæli um þarfir mínar og til að ráða
fram úr vandamálum? Nógu vakandi
til að deila tilfinningum mínum og
reynslu?
Ef félagi minn segir: „Segðu mér
hvað þú ert að hugsa” — tek ég það
þá sem innrás í einkalíf mitt,
meðvitaða tilraun til að ráðskast með
mig eða tek ég það sem tilboð um
opnar, einlægar og nánar samræður?
Eréghrædd/ur, ,,frýs” égeðalokast,
eða hef ég getu til að vera einlæg/ ur
gagnvart sjálfri/ sjálfum mér og maka
mínum?
Kemur fyrir að ég reyni að varast
einveru með maka mínum?
Hve nauðsynlega þarf ég að hafa
olnbogarúm aðeins út af fyrir mig?
Hve harkalega bregst ég við ef ein-
hver reynir að þrengja sér þar inn?
4. Völd: Not og níðsla:
Get ég deilt völdum eða vil ég
halda þeim öllum? Eða hleð ég þeim
yfirleitt eða afsala til félaga míns?
Get ég notað völd án þess að vera á
báðum áttum oghaldin/n kvíða?
Er ég svo hrædd/ur um að missa öll
völd að ég þori aldrei annað en að ríg-
halda í stjórnartaumana?
Eða afsala ég mér ævinlega öllum
völdum og geri því skóna að maki
minn muni nota völdin mér til góða
— og stend eftir særð/ur og reið/ur
efþað ferá aðra lund?
5. Drottnun/undirgefni
Drottna ég yfírleitt eða sýni undir-
gefni?
Trú ég á ,,vega-salt-kenninguna”
— að ef annað er kátt sé hitt niður-
dregið?
Getum við ráðið fram úr vanda án
þess að annað hvort drottni og hitt
sýni þá undirgefni?
6. Ötti við einmanaleik eða að
verða skilin/ n eftir.
Að hve miklu leyti er ást mín á
maka mínum byggð á óttanum við að
vera ein/ n?
Hvað vænti ég að félagi minn geri
til þess að forða mér frá einmanaleika
eða eyða ótta mínum við að verða
skilin/n eftir?
Ef ég óttast einmanaleika og að
maki minn fari frá mér, hvaða áhrif
hefur það á hegðun mína í samlífi
okkar? Hengi ég mig á maka minn?
Finn ég mér afsakanir til að fylgja
honum jafnt og þétt eftir?
Hef ég valið mér maka sem er
líklegur til að halda tryggð við mig,
eða hef ég valið maka sem elur á ótta
mínum?”
7. Þörfin til að eiga og stjórna.
Get ég látið mérí léttu rúmi liggja
þótt maki minn hafí frumkvæði og
áhugamál utan stofnunar hjóna-
bandsins, eða verð ég að halda í hann
og stjórna honum til að fínnast ég
ömgg/ur?
8. Kvíðinn?
Hvernig haga ég mér þegar ég ber
ugg í brjósti?