Úrval - 01.12.1979, Page 25
ÞEGAR DRAUMARNIR FARA EKKI SAMAN
23
atriði sem eiga við ykkur bæði
samtímis, ekki þannig að hvort um
sig geti hugsað um þau einhliða eins
og gert hefur verið fram að þessu.
1. Tjáskipti.
Hve opin erum við og hversu ljós,
þegar við veitum og tökum á móti
veigamiklum upplýsingum okkar í
milli?
Getum við auðveldlega og heiðar-
lega tjáð ást, skilning, kvíða, reiði,
þrár okkar og ótta? Eða erum við
hrædd um að ef við ekki erum að
leika getum við ekki staðið við þá
hugmynd, sem makinn hefur um
okkur?
2. Lífsstíll:
Erum við nógu lík til þess að vera
samrýmanleg, þegar á heildina er
litið?
Eða erum við svo ólík að við getum
aðeins valið milli átaka og undir-
okurnar? Eða getum við sætt okkur
við þörf og löngun makans til þess
sem okkur fellur ekki sjálfum?
Göngum við sitt hvora leiðina,
lifum sínu lífinu hvort?
Er annað okkar „dagmanneskja”
en hitt, ,næturmanneskja’ ’ ?
Er annað fyrir „venjulegan” mat,
meðan hitt vill helst alltaf fá
veislumat?
Höfum við misjafnan smekk á
tómstundastörfum, vinum og
þviumlíku?
Er annað mikið fyrir að vera á
feðinni og innan um fólk, en hitt að
vera heima í einsemd?
Vill annað vera sem mest úti, en
hitt inni?
Er annar verulegur mismunur á
smekk okkar og þörfum?
3. Fjölskyldur.
Er öðru okkar í nöp við fjölskyldu
hins eða samband hans við fjölskyldu
sína?
Hvernig tökum við fjölskyldu-
heimsóknum sem hjón?
Hvernig gengur okkur að verða
sammála um sambandið við fjöl-
skyldur beggja?
Er annað hvort okkar óhæfílega
barnalegt í þessum sökum? Eða
óhæfilega undirgefíð foreldmm
okkar?
4. Barnauppeldi.
Hvort er valdsmannslegra við
börnin?
Hvernig tökum við ákvarðanir
okkar varðandi barnauppeldi?
Keppum við um ást barna okkar?
Leyfír annað meira en hitt?
3. Sambandið við börnin:
Til hvers konar sambanda við
börnin er stofnað? Er eitt barnið
„mömmustelpa” eða „pabba-
steipa”? Þjóna þessi sérsambönd ein-
hverjum tilgangi, sem ég (við) hef
ekki hugleitt áður?
Ef við eigum börn frá fyrra hjóna-
bandi, hvaða áhrif hafa þau á núver-
andi hjónaband?
6. Fjölskyldugoðsögn.
Reynum við að viðhalda fjölskyldu-
goðsögnum? Leggjum við okkur í
framkróka tii þess að innprenta
öðrum sérstaka hugmynd um