Úrval - 01.12.1979, Síða 31
Á SLÓÐ SYNDARA
29
myndimar frá Hoolywood vom famax
að koma sér vel. ,,0g ég heimta
kertastjakana aftur, eða ég kæri þig
fyrir þjófnað.”
„Þjófnað! Ég hef aldrei stolið
neinu á allri minni ævi. ’ ’
,, Að taka við eða varðveita það sem
þú veist að aðrir eiga er jafnmikill
þjófnaður og ef þú hefðir tekið
viðkomandi hluti sjálfur. Sá sem
stelur fyrir milligöngu annars er
sjálfur þjófur.” Kristiieg siðfræði
getur líka komið að gagni.
Ég sá ekki betur en Pedlow héldi að
ég væri að vitna í lögin. ,,Hvernig
getið þér sannað að þér eigið
stjakana?” spurði hann, og nú var
meiri virðing í hreimnum.
Ég dró mynd upp úr vasa mínum:
,,Hér er mynd af þessum kerta-
stjökum á altari Heilags Hjarta,”
sagði ég.
Hann nennti ekki einu sinni að líta
á myndina: ,,Hirtu þá þá,” sagði
hann.
Sigur minn hefði ekki getað verið
meira afgerandi þótt ég hefði otað að
honum byssu. „Teppin. Ég vil þau
líka,” þmmaði ég. ,,Og baukana
með heilögu olíunni. ’ ’
Hann gekk á undan mér inn í
bakherbergið þar sem ég rótaði í hug
af gólfteppum þangað til ég fann
teppin úr St. Jude. Svo gekk hann að
skáp og dró fram öskjuna með silfur-
buðkunum þremur. ,,Þeir hefðu
orðið svo skemmtilegar neftóbaks-
dósir,” tautaði hann.
Ég burðaðist með stolnu gripina í
leigubíl. Þegar ég sagði föður
Duddleswell við heimkomuna
söguna, samþykkti hann að handtaka
hins rómversk kaþóska þjófs myndi
aðeins kasta rýrð á kirkjuna. Auk þess
hafði hann fundið upp eigin leið til
að stöðva þjófinn. Hann leiddi mig
upp á kirkjuloftið, þar sem hann
sýndi mér hálfrar tommu rifu í gólf-
borðunum. ,,Hér,” sagði hann,
„getum við séð án þess að sjást.”
Hann útskýrði fyrirætlan sína. I
sókninni var leikari sem vann hjá
BBC. Hugmyndin var að fá hann til
að flytja boðskap af segulbandi, sem
átti að leika mjög hátt frá felu-
staðnum á loftinu, þegar þjófurinn
birtist.
Innan sólarhrings var segulbandið í
okkar höndum.
Klukkan ellefu næsta morgun,
þegar við höfðum beðið í klukku-
tíma, kom aldraður herramaður inn,
klæddur svörtum frakka. Hann
beygði hné sín í bæn. Ég var orðinn
lífsvanur af atburðum síðustu daga og
tók ekki mark á guðrækninni. Þegar
hann reis upp leit hann laumulega í
kringum sig og þegar hann gekk að
samskotabaukunum gaf ég föður
Duddleswell merki. Hljómurinn frá
segulbandinu glumdi um kirkjuna á
fullum styrk: „ÞJÖFAR SEM
IRÐRAST EKKI MUNU GLATAST .
. . .GLATAST . . . GLATAST ....
Eðlilegt bergmál kirkjunnar magnaði
geigvænlega hljóminn á
bandinu. Það rann kalt vatn niður
eftir hryggnum á mér.