Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 37
35
Hann lærði sem barn, síðan aftur í blóma lífsins, að
maður á um tvennt að velja: Að horfa á lífið líða hjá
— eða berjast til að taka þátt í því.
VILJI AF STÁLI
— William D. Ellis —
***** HORFENDUR hrífast á
sérstakan hátt, þegar
riddarinn með svarta
augnaleppinn þeysir hjá
á hestinum Golden Boy.
*
*
vj/
>!'.
/*\
1 A *
*
*
\J/ 'V\v \T/ \T/
/;\/*\/I\/i\>*\
Það er eitthvað við það hvernig
maðurinn ber sig, eitthvað sérstætt
við það hvað maður og hestur eru
eitt. Síðasta djarflega hreyflngin og
hiklaus viðsnúningur á punktinum.
Áhorfendaskarinn vaknar til lífsins
með ærandi fagnaðarlátum.
Þegar þeir fara, finnst þeim með
einhverjum einkennilegum hætti þeir
sterkari en þegar þeir komu. Allir
þeir, sem á einhvern hátt eru fatlaðir í
hópi áhorfenda, hugsa eitthvað á
þessa leið: ,,Úr því hann getur gerr
þetta . . .” Því riddarinn djaffi er
James Robert Brunotte, og hann er
lifandi sönnun þess, hverju mannleg
vera getur sigrast á.
Sagan hefst á bandarískum herspít-
ala í Long Binh í Vietnam. Ung
hjúkrunarkona situr við rúmið hjá
ungum hermanni og bíður þess að
hann ranki við sér. Hún hefur þégar
myndað sér skoðun á honum — eftir
einbeittum, fríðum hökusvipnum og
þeim persónutöfrum, sem geisla frá
þessum manni.
Hann var atorkan holdi klædd.
Hafði alltaf verið það. Þegar hann var
hálfs fimmta árs, heima á bernsku-
slóðum sínum í Hinsdale í Illinois,
klöngraðist hann upp á smáhest, sem
faðir hans, Tom Brunotte, hafði