Úrval - 01.12.1979, Síða 39
VILJIAF STÁLI
37
Nú hrífur eðlið hvern hlaupagamm.
Hófblökin dynja fastar á vang.
Sveitin, húr, hljóðnar og hallast fram.
Hringmakkur reisa sig upp í fang.
Það hvín gegnum nasir og hreggsnarpar granir.
Nú herðir og treystir á náranna þanir
Það þarf ekki að reyna gæðingsins gang,
þeir grípa til stökksins með fjúkandi manir.
Það er stormur og frelsi í faxins hvin,
sem fellir af brjóstinu dægursins ok.
Jörðin, hún hlakkar af hófadyn.
Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok.
Lognmóðan verður að fallandi fljóti;
allt flýr að baki í hrapandi róti.
Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok,
sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti.
Maður og hestur, þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.
Þar fínnst hvernig æðum alls fjörs er veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Þeir em báðir með eilífum sálum,
þó andann þeir lofi á tveimur málum
— og saman þeir teyga í loftsins laug
lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.
Hesturinn, skaparans meistaramynd,
er mátturinn steyptur í holdi og blóð, —
sá sami, sem bærir vog og vind,
og vakir í listanna heilögu glóð.
— Mundin, sem hvílir á meitli og skafti,
mannsandans draumurí orðsins hafti, —
augans leit gegnum litanna sjóð,
— allt er lífsins þrá eftir hreyfíng og krafti.