Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 41

Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 41
VILJI AF STÁLI ekki fara á hestbak framar. Það var eitthvað að mænunni, sem gæti versnað. Big Boy var seldur. En Jim vildi ekki fara eftir fyrirmælum lækn- anna, jafnvel ekki þótt fjölskyldan flytti til Chicago. Hann notaði peningana, sem hann átti að hafa fyrir hádegismatnum til þess að komast með strætó til hesthúsanna í útjaðri borgarinnar, þar sem hann fékk að ríða í skiptum fyrir að vinna í hesthúsunum. Þegar kom upp í menntaskóla kostaði hann hesta- mennskuna með því að vinna í frítím- um hjá American Drape Master — efnalaug sem sérhæfði sig í tjalda- hreinsun. Þegar hann hafði lokið mennta- og verslunarskólanámi, gerðist hann framkvæmdastjóri Chicagodeildar American Drape Master. Þegar herkvaðningin kom, sagði hann föður sínum að hann yrði að fara í læknis- skoðun. Tom Brunotte er stór og sterkur fyrrverandi sjóliði, sem hélt uppi lögum og reglu á bar einum í Chicago með þrumandi rödd og safaríku orð- bragði. Hann er harður af sér. En hann hafði tekið þátt í einu stríði og átti ekki aðra afkomendur en þennan son. ,,Segðu þeim frá mænugallan- um, og þá verður þú kominn heim fyrir kvöldmat,” sagði hann. Um kvöldmatinn spurði hann: „Fjögur F?” ,,Nei. Eitt A.” Brunotte eldri lét út úr sér ósvikna og kjarnmikla blótsyrðarunu. 39 „Sagðirðu þeim frá mænunni?” spurði hann svo. , Já. Þeir sögðust myndu setja mig í skrifborðsvinnu.” „Hvenær verðurðu þá kallaður inn?” ,,Ég verð ekki kallaður inn,” sagði Jim og bjóst nú við hinu versta. ,,Ég vildi geta valið mér stað í hernum, svo ég bauð mig fram sjálfur. I herlögregluna.” Hann var gerður að einkabílstjóra fyrir ofursta. Hann kom til Nam aðfararnótt 28. ágúst 1968. 1. október sama ár voru þeir í reglu- bundinni eftirlitsferð til afskekktrar varðstöðvar, þegar jarðsprengja sprakk undir bílnum þeirra. Það var morguninn eftir, sem hjúkrunar- konan sat við rúmið hans. Hann rankaði allt í einu við sér, eins og maður, sem vaknar snögglega. ,,Hei!” sagði hann. ,,Ég verð að komast til varðstöðvarinnar. ,Jim,” sagði hjúkrunarkonan, og reyndi að halda röddinni stöðugri. ,,Þú getur ekki farið.” ,,Það þýðirekki að segja mérþað.” Svo litaðist hann ögn um í þessu nýstárlega umhverfi. „Hvers vegna á ég svona erfitt með að tala?” ,,Vegna þess að kjálkinn er brotinn og þú ert nefbrotinn. Við urðum líka að setja slöngu í hálsinn á þér svo þú gætir andað. Og það er meira,” bætti hún við, varfærnislega: ,,Þú hefur misst annað augað.” Hún þagnaði til að gefa hönum tíma til að skilja þetta, en hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.