Úrval - 01.12.1979, Page 43

Úrval - 01.12.1979, Page 43
40 ÚRVAL þegar farinn að hugsa lengra. Hann staðhæfði, en þð í spurnartón, að honum væri líka illt í handleggjun- um. ,,Já,” sagði hún. ,,Hægri hand- leggurinn er brotinn og olnboginn úr lið. Og —Jim — vinstri handleggur- inn er af — fyrir neðan olnboga. ’ ’ ,, Hj álpaðu mér að setj ast u pp. ” ,,Þú mátt ekki setjast upp. Ég á eftir að segja þér fleira. ’ ’ * ,,Nú, komdu því þá út úr þér. ” Tárin streymdu nú niður báðar kinnar hjúkrunarkonunnar. ,,Það varð að taka af þér báða fæturna um mið læri. Og félagi þinn dó.” I HÁLFAN MÁNUÐ var Jim milli heims og helju. Eftir það var flogið með hann til Japan og þaðan til Bandaríkjanna. Hann kom á Fitzsimons General Hospital í Denver 21. október. Brunotte var einn af þeim fyrstu, sem komu aftur frá Vietnam eftir að hafa misst þrjá útlimi. Hann var þegar í stað tekinn til endurhæfíngar, og settir á hann gerfilimir, svo- kallaðir „stubbar”. Þeir voru erfíðir í meðförum og þreytandi. en sjúkra- þjálfari Brunottes, David Guy, lautínant, gaf honum engin grið. Eitt sinn er þeir voru að ljúka við erfiða gönguæfingu, var Jim öllum lokið. ,.Dave,” sagði hann, ,,Ég get ekki stigið eitt skref í viðbót á þessu andskotans drasli.” ,Jú, góði, þú getur það. Nú gengur þú til baka, alla leiðina að hjólastólnum.” Um leið ogjim hrökklaðist af stað aftur undir miskunnarlausri stjórn sjúkraliðans, sagði hann. ,,Ég skal segja þér, sir — það er mér sérstök ánægja að ávarpa þig sem sir. ' ’ ,,Því þáþað?” ,,Vegna þess að heima eigum við verulega andstyggilegan sankti bern- hard sem heitir Sir. ’ ’ „Meðan ég man, Brunotte, þegar VILJIAF STÁLI 41 þú ert kominn að hjólastólnum áttu að snúa við og ganga upp á stofuna þína.” Og Jim gerði það. 1. ágúst 1969 kvaddi starfsliðið á Fitzsimons hann með stolti. Jim sneri aftur heim til Chicago og þótti gott að vera aftur kominn til föður síns, sem nú var orðinn ekkju- maður. Ennþá betra þótt honum að komast að því, að starflð hans í Amerícan Drape Master beið hans eins og ekkert hefði í skorist. En ekki leið á löngu, áður en víðáttuþörf þeirra feðga varð öllu öðru yfirsterkari og þeir keyptu fjögra hektara smábýli í Wisconsin, við Mississippi. En rakinn átti illa við meiðsli Jims, og hann varð að fara aftur til Fitzsimon Hospital í janúar 1970. Hægri olnboginn var orðinn fastur. Hann gat ekki beygt handlegginn. Ef hann missti afnotin af þessum handlegg, væri illa fyrir honum komið. ,,Það var ekkert almennilegt fordæmi fyrir svona uppskurði,” sagði Jim. ,,En Jerry Morris, majór, skar upp á mér handlegginn og fjar- lægði beinmyndun, sem hafði stöðv- að liðinn, svo ég gat beygt olnbogann aftur. Og það get ég sagt ykkur, að ég blessa þann mann á hverjum einasta degi æ síðan.” Meðan hann var að ná sér eftir þessa aðgerð, sneri hann sér aftur að sínu mesta hjartans máli — hesta- mennsku. Fyrst teiknaði hann laus- lega hugmynd að hnakk með sætis- belti. I staðinn fyrir ístöð hugsaði hann sér tvo sérsaumaða poka, sinn hvorum meginn á hnakknum, fyrir lærastubbana. William Conway, söðlasmiður í Littleton í Colorado tók að sér að smíða þennan hnakk eftir hugmyndum Jims, og hnakkurinn — ásamt fágætu samkomulagi Brunottes við hesta — varð til þess að nú gat hann aftur riðið með þeim glæsibrag, að frábært þótti. Næstu mánuðina tók hann þátt í hverri hestasýningunni eftir aðra á hryssu, sem hann keypti af kunningja sínum — hún hét CanCan. Einnig sýndi hann reiðlistir sínar til ágóða fyrir fatlaða. Svo tók hann starf sem eftirlitsmaður á 1200 hektara búgarði utan við Denver. Þar var kofi, sem hann hafði til afnota fyrir sjálfan sig, og hann hafði aðstöðu til að ala upp og temja sína eigin hesta. Smám saman kom hann sér upp þrem hestum I viðbót og fór að temja þá, en þessi aukna vinna, að hugsa um fjóra hesta — temja, fóðra, hýsa, moka undan þeim og girða fyrir þá, vargífurlegt álag. Um þetta leyti gerðist nokkuð, sem markaði þáttaskil. Tom hringdi til sonar síns og kvaðst vera á leiðinni til hans, og með honum væri 19 ára sonur vinar hans, sem frá blautu barnsbeini hafði þjáðst af heila- lömun. Jerry Schultz hafði ekki lært að ganga fyrr en hann var sjö ára, og hafði verið í stöðugri sjúkra’þjálfun síðan. Samt átti hann mjög erfltt með að stjórna hreyfingum sínum. ,,Þessa stundina” sagði Tim, „hefur endur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.