Úrval - 01.12.1979, Side 50

Úrval - 01.12.1979, Side 50
48 ÚRVAL mér áfall. Ég gat það ekki. Undir lokin fðr ég að sofa í sófanum niðri af því að hún gat ekki risið upp sjálf en ýlfraði án afláts. Þá fór ég fram úr, lyfti henni, hagræddi á henni aftur- fótunum og hún haltraði um. Skömmu seinna lagðist hún aftur fyrir, og fljótlega fór aftur illa um hana svo ég varð að lyfta henni enn á ný. Margar nætur liðu án þess að ég svæfi heilan svefn. Sú tilhugsun að deyða hana var óbærileg. Hver, spurði ég, getur dæmt til dauða? Deyðum við aldraða og lasburða? Nei. Að hverju leyti er Kóka öðru vísi? Gamalt fólk getur enn haft nokkra ánægju af lífinu. Því ekki Kóka? Hver getur verið viss um þetta? Allt var þetta vegna þess að ég vissi, þegar öllu var á botninn hvolft, að líf var ekkert sem ég gat gefíð eða tekið. ’TThinn bóginn var eitthvað í sjálfs míns huga, sem hrjáði mig. Var ég kannski aðeins að syrgja sjálfan mig — voru endalok Kóku kannski bara áþreifanleg áminning um minn eigin dauðleika? Var ég eins og Prufrock T. S. Eliots að telja ævilengd mína með teskeiðum — að minna sjálfan mig á að ef ég hefði heppnina með mér ætti ég tvær hundsævir ólifaðar? Það var konan mín sem pantaði tíma hjá dýralækninum. Þegar við sögðum börnunum að við ætluðum með Kóku til dýralæknisins, spurði sonur okkar hvort ætti að svæfa hana. ,Já, ef ekkert annað er hægt að gera,” svaraði ég. Morguninn, sem ferðin þangað stóð fyrir dyrum, spurði strákurinn hvort hann mætti verða samferða áleiðis, hann væri að fara í skólann. Ég játti því, en um leið og ég lyfti Kóku upp í aftursætið tók ég eftir því að hann gekk niður á götuna. „Ætlaðirðu ekki að sitja í?” kallaði ég. ,,Ég er að hugsa um að ganga,” svaraði hann. Kóka hafði hingað til verið hrædd, þegar við fórum með hana til dýra- læknisins, og ég vildi ekki að það yrði hennar síðasta geðshræring, svo ég spurði dýralækninn hvort hann vildi ekki koma út að bíl og gera þar það sem nauðsynlegt væri. Flestir skilja bara dýrin sín eftir, en það gat ég ekki. Dýralæknirinn og undir aðstoðarmaðurinn hans voru hryggir og óstyrkir. Ég var þakklátur fyrir að þeir skyldu ekki vera orðnir forhertir í þessu. Ég sagði þeim að Kóka myndi ekki bíta og að ég ætlaði að doka við inni í biðstofunni. Ég gat ekki hugsað mér að vera viðstaddur ef Kóka liti á mig á dauðastundinni. Dýralæknirinn gaf henni stóran skammt af Sodium Pentothal, lyfinu, sem mönnum er gefíð áður en þeir eru svæfðir fyrir uppskurð. Ég kom svo út og klappaði henni, meðan dýralæknirinn hlustaði með pípunni eftir því að hjartslátturinn hljóðnaði. Bæði hann og aðstoðarmaðurinn tóku þetta nærri sér. Ég neyddi mig til að þakka þeim fyrir. Ég hélt að ég hefði glatað hæfí-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.