Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 51
VEISTU EF VIN ÁTT . . .
49
leikanum til að gráta. Ég hafði ekki
gert það síðan ég var barn. En ég ók
heim með tárin í augunum og
kjökraði ósjálfrátt meðan ég tók
henni gröf undir beykitrénu. Fráfall
Kóku var greinilega útrás fyrir fleiri
tilfinningar líka. Ég veit ekki
nákvæmlega yfir hverju ég grét, en ég
veit að það var mér áríðandi — hin
dýrmæta og ódauðlega gjöf vinátt-
unnar, kærieikans, samkennd-
arinnar, — lífsins sjálfs.
Ég lét mjúkt bómullarteppi á
botninn á gröfinni og lagði Kóku
ofan í. Ég varð hissa að fínna hana
svona létta og eins og gerða úr
gúmmíi. Hausinn á henni hékk niður
á milli framfótanna og ég rak
lappirnar á henni í grafarbarminn. En
svo lagði ég hana fallega tii ofan á
teppið, með hausinn fram á lappir
sér, í eðlilegri svefnstellingu. Að því
búnu lagði ég annað teppi yfir hana
og mokaði ofan í.
Nú eru margar vikur liðnar. Samt
tek ég ennþá á mig krók fram hjá
staðnum við rúmið mitt, þar sem
Kóka var vön að liggja, til þess að stíga
ekki ofan á hana. Áður en ég fer upp
í verð ég að halda aftur af mér til að
fara ekki og hleypa henni út, og
þegar ég rek augun í að vatnsskálin
hennar er horfín, finn ég til nákvæm-
lega sömu tilfinningár og ameríska
skáldið Robinson Jeffers, þegar hann
syrgði konu sína: ,,Ég er ekki
einmana án þxn . . . ég er fatlaður,
því þú varst hluti af mér.” ★