Úrval - 01.12.1979, Page 55
HESTURINN FLJÚGANDI
53
Hann flaug um geiminn á æsihraða,
s /o stansaði hann svo snöggt með
höfuðið á milli framfótanna að
Bellerofon var næstum hrokkinn af
baki. Pegasus lét sig falla eins og stein
í gegnum loftið, svo vindurinn hvein
um eyru þeirra. Að lokum reyndi
hann, óður af reiði, að bíta
Bellerofon. Ungi maðurinn renndi þá
beislismélinu upp i hestinn, höfuð-
ólinni yfír höfuð hans og tók trausta-
taki í tauminn.
Samstundis hætti Pegasus að vera
hræddur og reiður og hlýddi hús-
bónda sínum. Hann var eins blíður
núna og hann hafði verið villtur áður.
An nokkurs mótþróa fór hann með
Bellerofon að Helikonfjalli og hestur-
inn og húsbóndi hans hvíldust þar
um nóttina.
Nokkra næstu daga ferðuðust þeir
vítt og breitt og á þeim tíma urðu
Bellerofon og Pegasus góðir vinir. Svo
góðir vinir, að Bellerofon fór að trúa
því að með hjálp Pegasusar gæti hann
sigrað skrímslið Khimera. Svo varþað
einn morguninn að Bellerofon
slíðraði sverð sitt, tók skjöldinn fram
og settist á bak Pegasusi. Þeir klifu
upp í morgunbjartan himininn, og
flugu af stað til að leita að felustað
Khimera, í djúpum dölum Lykía.
Þegar Bellerofon sá að landið undir
þeim var autt og svart af eldi, vissi
hann að Khimera var nærri. Reykjar-
bólstrar stigu upp til hliðar við fjallið.