Úrval - 01.12.1979, Síða 60
58
ÚRVAL
Hitt og þetta úr daglegu lífi séð með áhyggjulausum
augum Judith Viorst.
ÁST,
SEKT OGTILGANGUR LÍFSINS
— Judith Viorst —
— ÁST —
Að verða ástfangin: Þegar ég var
ung, vonaðist móðir til, að þegar
dóttir hennar yrði ástfangin, yrði það
af manni af sama þjóðflokki, lit og
stétt. Þegar stúlka verður ástfangin
nú til dags vonast móðirin tii að hún
sé ástfangin af manni.
Ást og blekking: Blekking er ef þú
heldur að hann sé eins glæsilegur og
Robert Redford, sannur eins og
Solsénitsín, eins fyndinnn og Woody
Allen, fímur eins ogjimmy Connors
og gáfaður eins og Albert Einstein.
Ást, þegar þú uppgötvar að hann er
glæsilegur sem Woody Allen, gáfaður
eins ogjimmy Connors, fyndinn eins
og Solsénitsín, fimur eins og Albert
Einstein, en ekkert líkur Robert Red-
ford að einu eða neinu leyti — en þú
tekurhonum samt.
Örvæntingarást: Eins og vinur
minn Stanley sálfræðingur segir, er
örvæntingarást þegar; Þú reynir
mikið til að fá hann, og hann heldur
að þú afneitir honum. Og þegar þér
reynist auðvelt að koma honum til,
heldur hann að smekkur þinn sé
eitthvað brenglaður. Og þegar þér
gengur svona rétt í meðallagi, hvorki
of treglega eða of auðveldlega heldur
hann að þú sért yfirveguð og brögð-
ótt. Og þegar hann vill samt sem áður
giftast þér og þú slærð til.
Ást eiginmanns: Þegar eiginmaður
segist elska þig svo mikið að hann
hugsi um þig kvölds, morgna og