Úrval - 01.12.1979, Side 61
ÁST, SEKT OG TILGANGUR LÍFSINS
59
miðjan dag, gæti það geflð til kynna
að hann væri eiginmaður einhverrar
annarar.
Eiginkonu ást: Þegar eiginkona
segist fremur vilja sofa hjá eigin-
manni sínum en Warren Beatty,
getur það verið vegna þess að Warren
bauð henni það aldrei.
Endir ástarinnar. Þegar maður segir
konu að hann elski hana ekki lengur,
á hún tveggja kosta völ: Hún getur
grátið og skilið, svo, eða hún getur
rifjað upp yndisleg augnablik
sambúðar þeirra, orðið mjög þakklát
og grátið og skilið svo.
— SEKT —
Sekt er: Klippa neglurnar af tánum
og skilja þær eftir í öskubakkanum,
leggja símann á í staðinn fyrir að
segja: „Fyrirgefið, ég hlýt að hafa
fengið skakkt númer,” og vera
alúðlegri við fólk sem er óþolandi en
frægt, heldur en fólk sem er bara
óþolandi.
Sektar og sakleysispróf': Ert þú sú
tegund af manneskju sem myndi ekki
gæla við hund ef þú værir eina
manneskjan í herberginu?
Ráða áheyrendur þínir því hvort þú
segir við barnið þitt: ,,Nei, nei,
elskan, þetta má ekki,” í staðinn
fyrir; „Steinhættu eða ég lem þig?”
Eða hefurðu alltaf á tilfinningunni að
það sé fylgst með þér?
Trúar-samviskubit: í stað þess að
biðja um frið á jörð í bænum þínum
að biðja þá um að hárið líti stórkost-
lega út á morgun.
Slcemrar móður samviskubit. Það
er allt í lagi að skilja veika barnið eftir
með barnfóstru meðan þú ferð á
kvenfélagsfund eða fund til bjargar