Úrval - 01.12.1979, Page 62
60
hvölum eða í apótekið til að kaupa
hitapoka. En það er ekki allt í lagi að
fara frá veika barninu til að fara í bíó
eða í mat með vinum þínum eða í
apótekið tii að kaupa augnskugga.
— TILGANGUR LÍFSINS
Tilgangur lífsins er: Það er mjög
gott að kunna, ásamt númerinu á
lögreglustöðinni, góða uppskrift af
pizzu og þekkja hárgreiðslukonu sem
hefur alltaf tíma fyrir þig.
Þjáningar: Þjáningar eru þrosk-
andi. Ferðalög víkka sjóndeildar-
ÚRVAL
hringinn. Ef ég fengi að velja veldi ég
það síðara.
Réttlæti: Réttlæti er þegar hann
velur sér framúrskarandi iítið ásjálega
konu með einstaklega fagra sál,
fremur en framúrsakarandi fagra
konu með einstaklega grunna sál. Það
er ekkert réttlæti.
Þunglyndi: Ég hef alltaf dást að
fólki sem verður þunglynt þegar það
heyrir um hluti eins og hallærið í
Afríku, en lætur ekkert á sig fá hluti
eins og þegar tauþurrkarinn biiar. Ég
verða aldrei ein af þeim.
Vinátta: Vinur er sá sem segir að
þú sért andfúl, og að pilsið sé í
hrukkum að aftan, og að kjötið í
pottréttinum sé þurrt og seigt og að
Soffía Lóren sitji til borðs með
manninum þínum í kvöld. Ég held
að ég þarfnist vingjarnlegri vina.
Innri rósemi: Vinkona mín Amy
segir að finnir þú til innra öryggis
þótt allt gangi á móti þér, sé það ef til
vill vegna þess að hárið á þér fer vel.
Tími, rými, eilífð og breytingar:
Tíminn er það sem hann gleymir
alltaf. Rými er það allt of mikla pláss
sem hann tekur í bólinu. Eilífð er hve
lengi við getum búið saman án þess
að hann breytist. ★
Fyrsta daginn sem pósturinn var í sumarfríi sendi hann okkur póst-
kort. Það var afar hlýlegt að fá það — ekki síst af því að það var hans
fyrsta verk eftir heimkomuna að afhenda það sjálfur.
The Kiplinger Magazine