Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 63
61
^Viltu aukg aróaforöa þimj?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu kunnáttu þína I
íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því að finna rétta merkingu. Gæt þess að
stundum getur verið um fleiri en eina merkingu að ræða.
1. fulltingi: staðfesting, liðveisla, hjálparbeiðni, umboð, hjálp, lögvernd,
löggilding.
2. glerhallur: áhald, verkfæri, kvarsaafbrigði, jaspisafbrigði, hrafntinnu-
afbrigði, fisktegund, brattur og háll stígur.
3. að lensa: að sigla undan vindi, að sigla í hliðarvindi, að sigla móti vindi,
að stinga með lagvopni, að verða auralaus, að verða ráðalaus, að fella segl.
4. hann æmti ekki að því.: honum líkaði það ekki, hann fann ekki að því,
hann hrósaði því ekki, honum leist ekki á það, hann minntist ekki á það,
hann hvatti ekki til þess, hann bjóst ekki við því.
5. að slembast til e-s: að byrja á e-u með hangandi hendi, að flýta sér að
byrja á e-u, að hunskast til e-s, að fá e-ð af heppni, að reyna e-ð, að
rembast við e-ð, að langa til e-s.
6. þeyr: mýkt, mikið rok, hellirigning, þíður vindur, ómur, hvinur, hláka.
7. að skræmta: að öskra, að henda gaman að, að hæðast að, að gefa frá sér
lágt hljóð, að gera lítið úr, að renna til, að missa fótana.
8. jútur: húðmyndun neðan á kviði spendýra, þar sem mjólkurkirtlarnir eru,
af gyðingaættum, ásakanir, bólguhnútur, kýli, sár, ör.
9. búlki: hlaði, staur, stórvaxinn maður, fyrirferð, þvaður, haugur, skil-
veggur.
10. að veita e-m ásjá: að finna að við e-n, að ráðast á e-n, að meiða e-n, svo að
sjái á honum, að hefna sína á e-m, að fygjast vel með e-m, að líta niður á
e-n, að hjálpa e-m.
11. vönun: ávani, óvani, aðlögun, það að minnka e-ð, það að auka e-ð,
gelding, siðvenja.
12. að rísla sér: að aka sér, að dunda við e-ð, að klóra sér, að ræskja sig, að
leika sér að e-u, að flýta sér, að búa í haginn fyrir sig.
13. vilhallur: óhlutdrægur, hlutlaus, ósjálfstæður, ákveðinn, hlutdrægur,
óviss, jákvæður.
14. að draga í bosið: að efast um e-ð, að sýna undirferli, að henda gaman að,
að vera duglegur að bjarga sér, að dotta, að hanga, að tala letilega.
15. halloki: sá sem sigrar, sá sem bíður lægra hlut, hlutdrægur, óhlutdrægur,
vesalmenni, ónytjungur, yfirgangsseggur.