Úrval - 01.12.1979, Page 66
64
ÚRVAL
Þau eru í bestu fáanlegum umbúðum, notkunarmögu-
leikarnir óendanlega fjölbreyttir — og það er bara
hreint ekki hægt að vera án þeirra.
EGG
Nicholas Cole
*****
*
*
AÐ er kömið mál til að
þau séu könnuð inn úr
skurninum. Hver
einstaklingur á Vestur-
löndum borðar milli 205
og 250 egg á ári, svo það er varla von
við höfum gefið þeim mikinn gaum.
En því verður ekki á móti mælt, að
eggið er eitt af mestu afreksverkum
náttúrunnar.
Það berst til okkar sem fullkomlega
,,hrein” fæða í fullkomnum umbúð-
um frá náttúrunnar hendi. Mannleg
hönd hefur aldrei snert innihaldið;
engum bragð-litar- eða varðveislu-
efnum hefur verið bætt í þau. Eggja-
hvítuefnið — sem hvergi fæst betra
— felur í sér allar mikilvægustu
amínósýrurnar — þessa organísku
byggingameistara sem nauðsynlegir
eru fyrir allan vöxt. Þá eru öll
nauðsynleg fjörefni í egginu, nema
C-fjörefni, og það er mað kolvetni.
Þá eru í því 13 málmefni, þar á meðal
járn, kalk og fosfór.
Eins og góðir kokkar hafa alltaf
vitað, er eggið líka elsta og fjöl-
hæfasta fæðutegundin. Það eru til
um 600 aðferðir til að bera fram egg,
og er þá ekki reiknað með notum þess
í kökur, krem, sósur'o'g eggjamjólk.
,,Við værum óstarfhæfir, ef við