Úrval - 01.12.1979, Page 70
68
ÚRVAL
Síðustu orð frægra manna — og illræmdra.
o
HINSTU
ORÐ DEYJANDI MANNS
— Thomas Bedell —
IÐ erum alltaf að leita að
einhverju merkilegu í
hinstu orðum deyjandi
f. manns — einhverju, sem
•/K'tíoÍSK'tlj dregur ævi hans saman í
hápunkt, einhverju, sem nálgast það
dularfulla einskismanns lands sem
liggur á mörkum þessa heims og hins
næsta. Við heyrum í þeim von eða
flnnum kuldahroll skelfingarinnar.
Sum eru dapurleg, önnur smellin. En
hvort sem þau koma af vörum kóngs
eða glæpamanns, dýrlings eða synd-
ara, eiga þau öli eitt sameiginlegt:
Þau eru endanleg.
„Herra minn, Jesús, meðtak þú
anda minn” hrópaði píslarvotturinn
John Rogers, þegar hann var brennd-
ur á báli fyrir villutrú árið 1555.
Um 300 árum síðar lá John
Holmes, frændi læknisins og rit-
höfundarins Oliver Wendell Holmes
á banabeði sínum, þegar hjúkrunar-
kona fór með höndina undir sængina
hans til að þreifa á fótunum á
honum. Hún hvíslaði svo að bíðandi
ættingjunum, að Holmes væri enn á
lífi. ,,Það hefur aldrei neinn dáið
með hlýja fætur, ’ ’ sagði hún. Holmes