Úrval - 01.12.1979, Page 73
HINSTU ORÐ DEYJANDI MANNS
71
standa upp, því að „biskup á að
deyja á fótum.” Hann stóð við það,
og sama gerði Títus Flavíus
Vespasianus — „keisari ætti að deyja
standandi.” James Madison, fyrrum
forseti Bandaríkjanna sagði aftur á
móti: ,,Ég tala alltaf betur ef ég ligg
fyrir.”
Mörgum er dauðinn óvænt
truflun. Þegar læknirinn sagði
Palmerston lávarði hve illa væri
komið fyrir honum, svaraði hann:
„Deyja, doktor minn góður? Það
verður nú það slðasta sem ég geri.”
Og hann stóð við orð sín. Enginn
veit, hvort Douglas Fairbanks stóð við
sín, en hann sagði: „Mér hefur aldrei
liðið betur.”
Godwin, jarl af Wessex, var
sakaður um að hafa myrt bróður sinn.
Hann kaus að sanna sakleysi sitt með
því að segja: „Megi ég svo óskadd-
aður gleypa þennan brauðmola, sem
ég er saklaus af því ódæði.” Þar með
svelgdist honum svo illa á molanum
að hann kafnaði. Síðustu orð
Napóieons má túlka sem dýrðaróð til
einu konunnar, sem talið er að hann
hafi nokkurn tíma elskað:
„Frakkiand .... herinn .... það
sem er hernum æðra . . . Jósefína . .
r
De Fontaine-Martel greifafrú,
verndari Voltaire, hafði jarðneskan
hugsunarhátt uns yfír lauk. Hún dró
djúpt andann og sagði „Lofaður sé
guð! Hvað sem klukkan er, eru alltaf
einhvers staðar elskendur á ástar-
fundi.”
Klassískustu dánarorðin — að
undanskildum orðum Krists, sagði
ameríska byltingarhetjan Nathan
Hale, sem bretar hengdu árið 1776
fyrir njósnir: „Ég harma það eitt, að
ég skuli aðeins eiga eitt iíf að fórna
landi mínu.”
Hinstu orð.
Kannski hefur engin sagt betra en
hinn orðhagi Henry Ward Beecher,
sem sagði lágmæltur um leið og hann
hætti að anda: „Nú verður
spennandi.” ★
Börn verða oft til þess að gera fullorðna fólkið vandræðalegt. Svo
var með elsta son minn hér fyrir fáeinum dögum. Maðurinn minn
verður oft að vera langdvölum að heiman, og oftast fá þá krakkarnir
að skiptast á um að sofa í rúminu hans. En í þetta sinn voru þau öll
svo óþekk, að í refsingarskyni neitaði ég öllum um þennan lúxus. En
þegar við svo tókum á móti manninum mínum á flugvellinum, hljóp
elsti strákurinn á móti honum og hrópaði: „Pabbi, pabbi, núna fékk
enginn að sofa hjá mömmu meðan þú varst í burtu! ’ ’
M.H.