Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 79

Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 79
FRÁ EIRÍKIJÁRNHRYGG 77 það eitt sumar á túnaslætti, að hann var að slá á túninu með öðrum piltum. Þeir höfðu gengið að slætt- inum með afturelding, eins og venja var til. Eiríki þótti gott að taka sér dá- lítinn blund um dagmálaleytið, og þennan sama dag hafði hann fleygt sér niður í slægjuna og sofnaði um þetta leyti. Vill þá svo til, að prestur gengur út í slægjuna til pilta sinna og sér, hvar Eitlkur sefúr, gengur að honum og spyrnir hart við honum fæti og segir: „Sefur þú, svikarinn Eiríkur?” Eiríkur sprettur upp og er hinn reiðasti, tekur um hendur presti og kreisti svo fast, að hvítna fingumir, neri síðan saman gómunum, svo að neglurnar rifnuðu upp og blæddi úr. Prestur beiddi hann að sleppa sér, er hann kenndi sársaukans og gjörði Eiríkur það, en sagði um leið: „Komdu aftur, helvítið þitt Gunnlaugur. Það var einu sinni seint á sumri, að fólk kom af engjum í Hofteigi eitt laugardagskvöld að var komið myrkur, vantaði þá allar kýrnar. Enginn fékkst til að leita þeirra, nema Eiríkur, en þó nauðugur, því að hann þóttist þurfa hvíldar, eins og aðrir. Hann leitar svo og fínnur kýrnar, og er liðið nokkuð af nótt, er hann kom heim með þær. Vill þá svo til, að hann finnur ekki fjósið í myrkrinu, en rekst á kirkjuna, lætur sér það lynda og lætur kýrnar þar inn og lokar, fer svo heim og leggst til svefns. Morguninn eftir snemma er hann spurður, hvort hann hafi ekki fúndið kýmar, hann lætur lítt yfir því, en segir sig hafi dreymt, að taka þyrfti til í kirkjunni fyrir messu í dag. En er vitjað var kirkjunnar, vom þar allar kýrnar og ekki sem þrifalegast inni. Ekki var engjafólk látið smala kúm I Hoftegi eftir það. Það var einn sunnudag, er margt fólk var komið til kirkju í Hofteigi, að Eiríkur var staddur úti á hlaði ásamt mörgum öðmm fyrir messu. Veður var blítt og sólskin. Eiríkur var þá orðinn gamall, um eða yfir sjötugt. Þar var maður nokkur í hópnum, ættaður þaðan af dalnum, hann mun hafa heitið Benedikt, ofláti mikill og glímumaður góður. Hann gaf sig á tal við Eirík karl og var kenndur, bauð honum í glímu og gjörði sig líklegan að ráðast á hann. Eiríki leist ekki á blikuna, því að hann var stirður mjög og færðist undan í flæmingi, tóku menn eftir því, að hann smáþokaði sér nær bæjar- veggnum, meðan þeir töluðust við, en er hann hefur fengið stuðning af veggnum við bakið, segir hann að Benedikt megi koma, ef hann langi til. Benedikt hleypur svo á hann, en karl tekur í móti honum, svo, að hann tekur annarri hendi í bringu hans og hinni um buxnalindann, vegur hann upp og leggur á hrygginn ofan í poll, sem var þar á hlaðinu, og segir um leið: „Ég kann ekki að glíma, Bensi.” Eiríkur dó í Hofteigi hjá síra Sigfúsi, á áttræðisaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.