Úrval - 01.12.1979, Page 96
94
ÚRVAL
Hún snerti aftur. Bam-bam-bam-
bamruuuuuuuumb. Hún var sest á
lendingarhjólin.
Ég kom léttilega við hemlana og
nefhjólið kom líka niður. Ég hemlaði
fastar en þó varlega til að komast hjá
rennsli, en jafnframt þétt svo ég færi
ekki út af brautarendanum. Ljósin
voru farin að fara hægar hjá, hægar,
hægar, hægar...”
Vampíran nam staðar. Ég fann að
ég hélt dauðahaldi um stjórntækin
með bremsuna alveg í botni. Ég man
ekki núna hve lengi ég hélt svona um
þau áður en ég trúði því að vélin væri
lent og stönsuð. Loks trúði ég því,
setti hana í handbremsu og sleppti
aðalbremsunni. Það var óþarfí að
drepa á hreyflinum, hann hafði orðið
eldsneytislaus meðan Vampíran rann
eftir flugbrautinni. Ég lokaði þó
öllum kerfum og tók að losa mig úr
sætinu, hægt og hægt.
Meðan ég var að því, tók ég eftir
hreyfingu í nánd við mig. Vinstra
megin við mig þaut De Havilland
vélin hjá, ekki meira en 50 fet frá
mér, rétt við jörð með hjólin uppi. Ég
sá í svip hönd flugmannsins í glugg-
anum, krepptan hnefa með þumal-
inn upp, en svo var hann horfínn,
upp, upp í þokuna, áður en ég gat
svarað á sama máta.
Einskær heppni
Ég bjóst við að flugvallarbíllinn