Úrval - 01.12.1979, Page 97
HIRÐIRINN
95
kæmi til mín innan fárra sekúndna,
því þegar nauðlending er annars
vegar, meira að segja á aðfangadags-
kvöld, er slökkviliðið, bíll frá flug-
turninum og nokkur önnur ökutæki
alltaf til staðar. En ekkert gerðist. Að
minnsta kosti ekki í heilar tíu
mínútur.
Þegar loks tvö ljós komu út úr
þokunni, var ég orðinn gegnkaldur.
Ljósin stöðvuðust rétt hjá
Vampírunni og rödd kallði, ,Halló! ’ ’
Ég sté út úr stjórnklefanum, stökk
niður af vængnum og hljóp í áttina að
ljósunum. Eg sá hvergi merki flug-
hersins. Við stýrið í bílnum sat maður
með þrútið bjórandlit og uppbrett
yfirskegg. Hann var þó með
einkennishúfu liðsforingja í flug-
hernum. Hann starði á mig stórum
augum, þegar ég kom inn í ljósin.
,,Þetta þín vél?” spurði hann og
hnykkti með höfðinu í áttina að
Vampírunni, sem þegar í þessari fjar-
lægð var orðin óskýr.
,Já,” sagði ég. ,,Égvarað lenda.”
„Furðulegt,” sagði hann. „Égsegi
nú bara ekki annað. Hoppaðu upp í,
ég ætla að keyra þig heim I messa. ’ ’
Ég var þakklátur fyrir ylinn í
bílnum, en ennþá fremur fyrir að
vera lífs.”
,,Þú varst ótrúlega heppinn,”
sagði hann, eða öllu heldur öskraði,
því hann þandi bílinn í fyrsta gír.