Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 99
HIRÐIRINN
97
að hafa þetta allt. En ég er ekki alveg
viss, ég er bara efnisvörður.
Þetta var skýringin. Hinn ókunni
vinur minn í veðurathugunarflug-
vélinni hafði ætlað að fylgja mér
beint frá ströndinni til Merriam St.
George. Af tilviljun var Minton beint
i leiðinni. Svo hefur flugturninn í
Merriam gefíð okkur fyrirmæli um að
sveima yfir meðan hann kveikti á
brautarljósunum, og þessi gamli
efnisvörður hafði kveikt á ljósunum
hjá sér líka. Afleiðingin var sú, að ég
hafði hlunkað Vampírunni minni
niður á þennan vitlausa völl, og það
var svo sem eins gott, því ég hefði
aldrei komist til Merriam á því
bensíni, sem ég átti eftir. Eg hefði
hrapað áður en þangað hefði verið
komið í hringnum. Það var eins og
maðurinn sagði, ég hafði verið
ótrúlega heppinn.
Vantrú
Þegar ég hafði komist að þessari
skynsamlegu skýringu á veru minni á
þessum fyrrverandi flugvelli, vorum
við komnir að offíséramessanum.
Félagi minn, sem hafði kynnt sig sem
Marks fluglautínant, aðstoðar-
yfirmann á Minton, fór úr gæru-
skinnsúlpunni og kastaði henni á
stólbak. Undir var hann í einkennis-
buxunum en þykkri, blárri ullarpeysu
í staðinn fyrir jakka. Það hlaut að vera
ömurlegt að dvelja um jólin á
krummaskuði eins og þessu — með
alla aðstoðarmennina 20 í fríi.
Hann leiddi mig inn í skrifstofuna
inn af messanum, þar sem var stóll,
autt borð og sími. £g hringdi í sím-
töðina og meðan ég beið, kom Marks
aftur með viskíglas. Venjulega snerti
ég varla áfengi, en mér var kalt svo ég
þakkaði fyrir og hann hélt burtu til að
gefa Joe, sem í senn var kokkur og
þjónn, fyrirmæli. Það var komið fast
að miðnætti. Þetta var ekki alveg
minn draumur um jólin, hugsaði ég.
Svo minntist ég þess að það var ekki
liðinn hálftími síðan ég grátbað guð
um hjálp, og ég skammaðist mín.
,,RAF Merriam St. George,” sagði
karlmannsrödd í símann. Vafalaust
afgreiðslumaður á skiptiborði,
hugsaði ég.
,,Má ‘ég tala við flugturninn,”
sagði ég. Það varð stutt þögn.
„Fyrirgefðu,” sagðiröddin. ,,Hver
erþettameð leyfi?”
,,Ég gaf honum nafn mitt og
stöðu. ,,Ég tala frá RAF Minton,”
bætti ég svo við.
, Já, einmitt, sir. En ég er hræddur
um að það sé ekkert flogið í kvöld eða
nótt, og það er enginn á vakt í flug-
turninum. Nokkrir offíserar í mess-
:áhuni, samt.” . (
Þegar ég'náði sambandi við varð-
stjórann, leyndi sér ekki að hann var í
messanum, því ég heyrði fjörugar
samræður á bak við hann.
Ég dró djúpt andann og byrjaði á
byrjuninni. Sögu mína endaði ég
með þessum orðum:
,,Svo, eins og þú sérð, sir, það var
veðurvélin frá Gloucester sem kom til
móts við mig og stýrði mér inn. En í