Úrval - 01.12.1979, Side 105
HIRÐIRINN
103
barinn til að fá sér í glas. Eða öllu
heldurglös.”
,, Drakk hann ekki ? ’ ’ spurði ég.
,JÚ, jú, sir, hann fékk sér í glas
þegar það átti við. En oftar lét hann
þó setja bensín á Mosquitoinn sinn
aftur og flaug út yfir hafið til að vita
hvort þar væri ekki einhver sprengju-
flugvélin á heimleið í nauðum stödd
og þyrfti leiðsögn til að komast
heim.”
Ég sneri mér frá myndinni og drap
í sígarettunni minni í öskubakkanum
við rúmið. Joe var við dyrnar.
„Drengur góður,” sagði ég, og
meinti það. Meira að segja núna,
kominn á miðjan aldur, var hann
afburða flugmaður.
,,Öjá, sir, úrvals drengur, hann
Johnny. Ég man að hann sagði einu
sinni við mig — hann stóð þarna
beint fyrir framan eldinn, þar sem þú
ertnúna: ,Joe,” sagðihann, ,,íhvert
sinn sem einhver þeirra er þarna úti í
nóttinni og er að reyna að rata heim
aftur, skal ég fara á móti honum og
leiða hann heim.”
Ég kinkaði kolli, alvarlegur í