Úrval - 01.12.1979, Page 117
115
Þetta er frásögn af vandasömum uppskurði. Hún
byggist á þeim reynslu, sem höfundunnn aflaði sér
með þvi að fylgja eftir starfsmönnum taugaskurð
deildar íþekktum læknaskóla ímarga mánuði. ði.
DAUÐINN I HEILANUM
— Lawrence Shainberg —
*****
1*
*
*
*
K
*
*
ANNSKI var vísirinn að
æxlinu til í heila Chariie
White þegar hann
fæddist. En það bar ekki
á því fyrr en tveim vikum
og fyrsta afmælis-
*****
eftir þrítugasta
daginn hans. Þá stóð hann upp frá
skrifborðinu sínu til að fara í hádegis-
mat, en féll í gólfíð í flogakasti sem
hann hafði aldrei orðið fyrir áður.
Ekkert hafði á nokkurn minnsta hátt
varað við þessu skyndilega flogi. Þó
nokkra hríð — allt upp undir mínútu
— fannst honum eins og hjartað hefði
stöðvast, og í þrjár mínútur eftir það
Öllum nöfnum, mannanöfnum og staðanöfn-
um, hefur verið breytt.
gekk vinstri fóturinn á honum upp og
niður, eins og hann væri að stíga
taktinn.
Sex dögum seinna kom Charlie
White á Osler Memorial Hospital til
fundar við James Brockman tauga-
skurðlækni, þann, sem þau á deild-
inni kölluðu bossinn. Þetta var kaldur
dagur í ma», og þótt Charlie væri með
þreytuverki í hnjáliðunum, var hann
sérkennilega spenntur. Síðan hann
fékk flogið hafði hann skynjað alla
hluti svo ákaft, hann reyndi að finna
og sjá allt eins og það kynni að verða í
síðasta sinn. Að sumu leyti hafði
þetta verið dýrðlegur tími.
Teknar höfðu verið röntgenmyndir