Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 121

Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 121
DA UÐINN íHEILANUM 119 æðagjöfína af pancuronium, deyfíngarefninu, sem ásamt haloþaninu átti að slaka alla vöðva nema hjartavöðvann, svo útilokað væri að Charlie hreyfði sig meðan á skurðaðgerðinni stæði. Nú gat Charlie ekki einu sinni andað fyrir sig sjálfur, svo hann var um leið tengdur við öndunan'él. José renndi smurðri holnál upp í þvagrásina á honum, límdi plasthlífar yfír augun á honum og kom fyrir holnál í hægri lærslagæðinni, til þess að fylgjast með blóðþrýstingnum — og gekk loks frá leiðslu í vinstra handarbakið á honum, svo hægt væri að gefa honum blóð þar í gegn, ef til þyrfti að taka. Klukkuna vantaði tíu mínútur 1 átta. José og Benny gættu að heila- ritinu en komu svo höfði Charlies fyrir á gúmmísessu með gati í miðjunni. Þeir notuðu strikin eftir Benny sem viðmiðun og teiknuðu fimm litla hringi á koliinn á sjúklingnum, og síðan fímmhyrninga sem tengdi þá alla. Meira gátu þeir ekki gert fyrr en þeir voru búnir að þvo sér, svo þeir sneru sér að því að vinna þá flóknu athöfn sem öllum er fyrirskipað, sem eiga eftir að snerta skurðsjúkling. Þegar þeir komu aftur með hendurnar hátt á lofti og vatnið rennandi af þeim, hjálpaði Millie þeim í skurðsloppana, og setti á þá grímurnar og níðþrönga skurð- hanskana. Loks sást nánast ekkert af þeim nema augun. Millie spennti ennisljósið um höfuðið á Benny og stillti það, þar sem hann laut yfír Charlie, þannig að það skein á fimmhyrninginn. Hann tók sprautu úr verkfærabakk- anum og sprautaði saltvatnsupplausn á sex stöðum undir höfuðleður sjúklingsins til að vefirnir skildu sig, áður en skorið yrði. Alls staðar þar sem hann sprautaði þandist húðin út undan saltvökvanum, svo til að sjá var höfuðið líkast belg á hvolpafullri tík. Nú heyrðist háttbundið pípið I skermsjánni (= oscilloscope) og fallegar oddalínurnar — lýsing á hjartslætti og blóðþrýstingi — lögðu af stað þvert yfír skerminn yfir fót- unum á Charlie. Á 30 sekúndna fresti fylgdist Carla með lrfsvotti hans með því að lesa á mælana á svæfingar- vélinni og hlusta á andardráttinn og hjartsláttinn gegnum heyrnartækin, sem tengd voru inn undir lakið. Fyrsti skurðurinn, þvert upp eftir langsumlínunni að framan, var ristur klukkan 8.40. Þar var Benny að verki. Eftir fímmtán mínútur lá höfuðvövð- inn næst undir húðinni afhjúpaður. Nauðsynlegt var að fara í gegnum þrenna vefí — höfuðleður, vöðva og himnu sem kallast galea — áður en komið væri að beininu og hægt að byrja að bora. Höfúðleðrið á Charlie var rúmur sentimeter á þykkt og hauskúpan um 80 mm. Allt í allt var áætlað að það tæki 55 mínútur að opna ,,iúguna.” Það blæddi mikið úr skurðinum og eftir að blóðið hafði verið sogið frá og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.