Úrval - 01.12.1979, Side 123

Úrval - 01.12.1979, Side 123
DA UÐINN f HEILANUM 121 himnunni, sem meira eða minna fylgdi hauskúpubitanum. Loks var hún líka laus frá nema á ofur- lítilli taug, vafín í vætta grisju og klemmd til hliðar. Nú var börkurinn loks sýnilegur, ostrugrár og bleikur á yfirborðinu og næstum svartur ofan í skorunum. Klukkan: 9-45. Neðst í opinu lá æxlið. Það var ofíð með bláæðum eins og heilinn í kring en samt skar það sig greinilega frá, dekkra og sléttara, greinilegaa aðskotahlutur í sínu umhverfí. ,,Ókei,” sagði bossinn, þegar heilanum hafði verið hagrætt þannig að æxlið lá vel við. ,,Ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en við náum þessu.” Það sem fyrst þarf að huga að þegar heilaæxli er fjarlægt, er blóðað- streymið. Þau eru yfirleitt mjög æða- rík og það getur valdið mikilli blæðingu að opna þau. En þegar helstu aðleiðsluæðum hefur verið lokað, er æxlið orðið viðráðanlegt. Brockman þreifaði fyrir sér allt í kringum æxlið. Hann var að leita að aðalæðunum. Það var búið að skera svo mikið, að læknarnir urðu að nota mikið sog- stykkin til að geta unnið, fyrir blóðrásinni. Allt í einu greip sogpípa hluta af heilbrigðum heila og — svupp — í gegn fór hann og beina leið í sarpinn á eyðingarvélinni. Honum yrði aldrei náð aftur. Þessi heilbrigði vefur var langt frá því að vera þýðingarmikill og enginn myndi nokkurn tíma sakna hans. Enda var Brockman ekki í sorgum: ,,Hver and- skotinn,” sagði hann. „Þarna fóru píanótímarnir! Allir fóru að hlæja. En gleðin var skammvinn, því nú flæktu þeir saman sogpfpunum slnum, bossinn og José: „Hvað er þetta José? Ertu sofandi maður! Vert’ ekki fyrir mér!” Klukkan tíu hafði Brockman lokað fyrir streymið að æxlinu og skilið það frá heilanum umhverfís með fyrir- böndum úr líntrefjum. Honum var runnin reiðin og samræðurnar við borðið voru orðnar vinsamlegar, næstum innilegar. Hljóðin í skurðstofunni voru orðin hljómræn og dáleiðandi. Snarkið í ætingartækinu þegar það lokaði fyrir vefí og æðar, flautukennt bíppið í skermsjánni, suðið í loftræstingunni, soginu, klirrið í tækjunum sem snertust eins og hnífar og gafflar við matarborð. Sífelld endurtekning, til- breytingarlaus, en stöðugt í taktinum eins og fúga. Klukkan 10.15 voru þeir farnir að taka æxlið. Fyrst notuðu þeir skurð- hníf, síðan koparskeið. Brockman braust inn í æxlið og gróf það út í litlum, blóðugum sneiðurm, sem hann lagði í sýnaglasið á tækjastandinum. Að innan minnti æxlið á kökk af símyljugrjónum. Klukkan 10.40 var hálft æxlið komið í sýnaglasið og afgangurinn hafði laumast upp í sog- pípuna og bossinn var að fylla holið með Sterispon, svampkenndu efni sem flýtir fyrir að sár loki sér. Eftir fá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.