Úrval - 01.12.1979, Page 124
122
URVAI
einar mínútur sagði hann: , Jæja, ég
erfarinn.”
Um það leyti sem hann hafði farið í
sturtu, klætt sig aftur og var kominn
upp á níundu hæð, þar sem hann
skýrði Whitefólkinu frá uppskurð-
inum, var nærri búið að setja Charlie
saman aftur.
KLUKKAN SJÖ UM kvöldið
ræddi hann við móður sína. Tveim
dögum seinna var hann fluttur úr
gjörgæslu á venjulega sjúkrastofu.
Hann þurfti ekki að ganga undir
geislun eða lyfjakúr, því æxlið var,
eins og Brockman hafði spáð, ekki
illkynjað. Hins vegar mun hann alltaf
þurfa að taka Dilantin til að tryggja
sig fyrir krampa og hann má alltaf
vænta þess að fá aftur heilaæxli.
Hörundið heilgaðist á einni viku.
Vöðvar og bein voru fullgróin eftir 70
daga. Að dómi Brockmans verða
engar menjar aðgerðarinnar finnan-
legar í heila Charlies að ári liðnu frá
uppskurðinum. Ekkert var sagt og
engu var spáð um hvaða áhrif þetta
hefði á huga hans eða skapgerð, en,
eins og þeir segja, þessir þættir voru
heldur aldrei snertir. ★
Spurning á prófi í 8. bekk grunnskóla: „Hvaða spendýr er
manninum nytsamast?”
Svar einnarstúlkunnar: „Konan.”
G.P.
Ungir menn eru líklegri til að nota sætisbeltin í bílunum þegar
þeir hafa gengið í hjónaband, segir í niðurstöðu rannsóknar, sem
nýlega var gerð vestan hafs. Hið gagnstæða varð uppi á teningnum
með ungu frúrnar.
Af ógiftum körlum 18-24 ára notuðu 42% ekki sanisbeltin, en
aðeins 25% þeirra sem kvæntir voru notuðu ekki beltin. Af ógiftum
konum 18-24 ára notuðu aðeins 25% ekki sætisbeltin, en 38%
þeirra, sem giftar voru.
Möguleg skýring kann að vera sú, að karlar finni hjá sér aukna
ábyrgðartilfinningu er þeir hafa gengið í hjónaband, en konum
finnist þær frekar vera komnar í örugga höfn.
Aðeins 26% allra þeirra þúsund karla og kvenna, sem könnunin
náði til, sögðust „næstum alltaf” nota sætisbeltin, og 51% karla og
41 % kvenna neituðu alfarið að , ,reyra sig niður. ’ ’
Úr The Americanjournal of Public Heaith
,,Ég elska konur með stór nef. Þess vegna er ég brjálaður í Soffiu
Loren.”
Tony Randall