Úrval - 01.12.1979, Page 125
123
Náttúran er örlát, duttlungafull og glettin, þegar tímgun
er annars vegar.
VIÐHALD TEGUNDANNA
ÖRLÆTI NÁTTÚRUNNAR
— Guy Murchic —
STRAN virðist vera
dálítið illa sett, þegar
kemur að því að para sig,
því það er ekki aðeins að
hún sé rækilega föst í
„vinstri” (dýpri) skelinni, þótt
,,hægri” (flatari) skelin sé eins og lok
á hjörum, heldur hefur hún enga
fætur, hreyfa, ugga eða sporð og því
harla litla möguleika til að fara á
kvenna/karlafar né umfaðma maka
sinn. Hún bætir þetta upp með
mikilli frjósemi. Hver ostra spýtir á
víxl frá sér eggjum og sáðfrumum
(skiptir um kynhlutverk) í ótrúlegum
mæli út í hafið í kringum sig.
Ef sú ágiskun að minnsta kosti eins
lindýrafræðings, að ostran geti lagt
frá sér septilljón (samkvæmt orðabók
er það tala með 42 núllum á eftir)
eggja á ári er einhvers staðar í nánd
við veruleikann og allur sá fjöldi
kæmist ,,á legg”, myndi veröldin
yfírfyllast af ostrum með fimm ostru-
kynslóðum.
Önnur tegund af kyngleði birtist
hjá annarri lindýrategund, svokölluð-
um sæhéra. Þetta ereins konar snigill,
Or The Seven Mysteries of Life