Úrval - 01.12.1979, Page 126
124
ÚRVAI
skeljarlaus sem getur orðið allt upp í
60 sentimetra langur og lifír á þara.
Nafnið á honum er vel til fundið því
hann hefur langa fáimara sem minna
á héraeyru og er þar að auki kvnóður
eins og sagt er að hérinn sé. Raunar er
hann tvíkynja. Hann hefur getnaðar-
lim hægra megin við hausinn og
þegar hann leikur karlkynið, stingur
hann hausnum inn undir neðri
fálmarana á félaganum sem leikur
kvenkynið og dælir hægt og hægt
sáðfrumunum inn í kvenkynfærin á
honum. Þetta gerist allt óendanlega
hægt og tekur óralangan tíma á okkar
mælikvarða, en það er ekki óalgengt
að dýrin dundi sér við þetta mörg
saman. Sá sem er einum karldýr getur
verið öðrum kvendýr á sama tíma og
þeir hafa verið taldir þannig allt upp í
fimmtán saman í einni keðju.
Alloft ber svo við, að keðjuend-
arnir — sem skiljanlega eru dálítið
einsnigla, að fá bara öðru kyni sínu
fullnægt, fínna sér leið saman og
mynda órofa hring, þar sem hvert dýr
gegnir tvöföldu hlutverki í þessari
neðansjávarútgáfu af því sem frakkar
kalla la ronde og mér hefur stundum
flogið í hug hvernig sæhéri, sem á
annað borð er kominn í svona hring-
ekju munaðarins, getur nokkurn tíma
losað sig úr henni!
Fiskar yfírleitt virðast mikiu
skeytingarlausari um fjölgunarmálin
heldur en nokkur önnur stærri dýr.
Það er ekki bara að þeir valsi um
sjóinn án þess að um nokkra óðals-
hvöt eða svæðaeinangrun sé að ræða,
heldur fer öll þeirra f)ölgun (með
fáum undantekningum) fram utan-
skrokks og í eins konar heildsölu. I
stóru fiskatorfunum eru einstaklingar
beggja kynja hvað innan um annað
og hinir einstöku fískastrákar og
fiskasteipur eru ekkert að hafa fvrir að
leita að foreldrum sínum né þeir að
þeim, þeir hafa heldur ekki steínu-
mót eða para sig, því kynin fara svo
þétt saman að meira en nóg svil
berast út í sjóinn til að frjóvga þau
hrogn sem til falla, að minnsta kosti
eins mikið eins og von er til að geti
lifað og komið út sem seiði. I
rauninni má segja að öll torfan ,,sé á
föstu” með sjálfri sér alla tíð.
Auðvitað krefst frjósemi af þessu
tagi þess að óhemju mikið sé fram-
leitt af eggjum og sæði, því mest af
því glatast og er étið jafnvel þótt það
hafí haft heppnina með sér að fínnast
og frjóvgast. En tvo er að sjá sem nátt-
úran njóti þess að hafa allt af þessu
tagi í sem allra mestum yfírgnægtum,
jafnvel þar sem það sýnist ekki vera
svo ýkja nauðsynlegt. Til dæmis
sprautar karlmaðurinn frá sér yfír
hundrað þúsund sæðisfrumum við
eitt sáðlát, graðfolinn fímmtíu
sinnum meira en villigölturinn á þó
metið, því hann puðrar úr sér 85
milljónum sáðfruma þegar hann
leggur drögin að einu bæli af grísum.
Þessi ævintýralegi fjöldi sáðfruma
þýðir ekki að þessar frumur séu hver
um sig óáreiðanleg eða endilega
skammlífar, því það þarf ekki nema
eina — fræðilega séð hverja sem er —