Úrval - 01.12.1979, Page 126

Úrval - 01.12.1979, Page 126
124 ÚRVAI skeljarlaus sem getur orðið allt upp í 60 sentimetra langur og lifír á þara. Nafnið á honum er vel til fundið því hann hefur langa fáimara sem minna á héraeyru og er þar að auki kvnóður eins og sagt er að hérinn sé. Raunar er hann tvíkynja. Hann hefur getnaðar- lim hægra megin við hausinn og þegar hann leikur karlkynið, stingur hann hausnum inn undir neðri fálmarana á félaganum sem leikur kvenkynið og dælir hægt og hægt sáðfrumunum inn í kvenkynfærin á honum. Þetta gerist allt óendanlega hægt og tekur óralangan tíma á okkar mælikvarða, en það er ekki óalgengt að dýrin dundi sér við þetta mörg saman. Sá sem er einum karldýr getur verið öðrum kvendýr á sama tíma og þeir hafa verið taldir þannig allt upp í fimmtán saman í einni keðju. Alloft ber svo við, að keðjuend- arnir — sem skiljanlega eru dálítið einsnigla, að fá bara öðru kyni sínu fullnægt, fínna sér leið saman og mynda órofa hring, þar sem hvert dýr gegnir tvöföldu hlutverki í þessari neðansjávarútgáfu af því sem frakkar kalla la ronde og mér hefur stundum flogið í hug hvernig sæhéri, sem á annað borð er kominn í svona hring- ekju munaðarins, getur nokkurn tíma losað sig úr henni! Fiskar yfírleitt virðast mikiu skeytingarlausari um fjölgunarmálin heldur en nokkur önnur stærri dýr. Það er ekki bara að þeir valsi um sjóinn án þess að um nokkra óðals- hvöt eða svæðaeinangrun sé að ræða, heldur fer öll þeirra f)ölgun (með fáum undantekningum) fram utan- skrokks og í eins konar heildsölu. I stóru fiskatorfunum eru einstaklingar beggja kynja hvað innan um annað og hinir einstöku fískastrákar og fiskasteipur eru ekkert að hafa fvrir að leita að foreldrum sínum né þeir að þeim, þeir hafa heldur ekki steínu- mót eða para sig, því kynin fara svo þétt saman að meira en nóg svil berast út í sjóinn til að frjóvga þau hrogn sem til falla, að minnsta kosti eins mikið eins og von er til að geti lifað og komið út sem seiði. I rauninni má segja að öll torfan ,,sé á föstu” með sjálfri sér alla tíð. Auðvitað krefst frjósemi af þessu tagi þess að óhemju mikið sé fram- leitt af eggjum og sæði, því mest af því glatast og er étið jafnvel þótt það hafí haft heppnina með sér að fínnast og frjóvgast. En tvo er að sjá sem nátt- úran njóti þess að hafa allt af þessu tagi í sem allra mestum yfírgnægtum, jafnvel þar sem það sýnist ekki vera svo ýkja nauðsynlegt. Til dæmis sprautar karlmaðurinn frá sér yfír hundrað þúsund sæðisfrumum við eitt sáðlát, graðfolinn fímmtíu sinnum meira en villigölturinn á þó metið, því hann puðrar úr sér 85 milljónum sáðfruma þegar hann leggur drögin að einu bæli af grísum. Þessi ævintýralegi fjöldi sáðfruma þýðir ekki að þessar frumur séu hver um sig óáreiðanleg eða endilega skammlífar, því það þarf ekki nema eina — fræðilega séð hverja sem er —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.