Úrval - 01.12.1979, Side 127
125
Sáðfrumur nok.kurra karlkynstegunda, í réttum stœrðarhlutföllum: 1. Maður.
2. Kóngulóarkrabbi. 3■ Mús. 4. Fugl. 5. Salamandra. 6. Skata. 7. Flatormur.
8. Illgresi. 9 Humar. 10. Burkni.
til þess að frjóvga egg, og sáðfruman
getur verið búin að sýna af sér
ótrúlega lífseiglu áður en hún nær
markinu.
Leðurblökur, til dæmis, para sig á
flugi (sem er ekki heiglum hent, því
þær hafa samskonar kynfæri og
spendýr almennt og eðlun þeirra fer
fram líffæralega séð á sama hátt).
Eðlunartími þeirra er á haustin, og
sæðið varðveitist í kvendýrinu allan
veturinn og hún hefur ekki egglos
fyrr en hún vaknar af vetrardvala
næsta vor. Þá er sæðið tiltækt og
ekkert maus með það.
Þó eru verðandi skjaldbökumæður
hvað fornbýlastar á þessu sviði. Vitað
er, að þær hafa geymt sæði ónotað 1
fjögur ár en hagnýtt sér það þá.
Karlkyns sáðfrumurnar eru miklu
flóknari frumur heldur en eggin.
Sáðfrumurnar eru með ýmsu lagi,
eins og sést á meðfylgjandi teikningu,
og þær ferðast með öllu tiltæku frá
því að krafla sig áfram með halaslætti
upp I (eða niður í) að skríða eins og
ormar. ★
Sjö ára stúlka átti að lesa bænirnar sínar áður en hún færi að sofa.
Mamma hennar hafði um hríð heyrt hana muldra eitthvað, en fór svo
að leggja eyrun við. Þá heyrði hún, að stúlkan þuldi stafrófið hvað
eftir annað. Þegar mamma hennar spurði hana hvað hún væri að
gera, svaraði hún: ,,Eg er í alvöru að fara með bænirnar, en ég man
þær bara ekki vel núna. Svo ég segi bara alla safina oft, og ég veit að
hann raðar þeim saman fyrir mig. ’ ’
Pulpit Digest