Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 5
ARNÓRSNORRASON
Lerki á íslandi
Samanburður á tegundum, kvæmum og
vaxtarstöðum
INNGANGUR
Allt frá upphafi innflutnings erlendra trjáteg-
unda um síðustu aldamót hefur lerki verið ein af
þeim trjátegundum sem menn bundu vonir við.
Fyrstu tilraunir með erlendar trjátegundir
gengu illa og lögðust um skeið að mestu leyti
niður.
Það er ekki fyrr en eftir seinni heimstyrjöldina
að innflutningur trjátegunda hefst að nýju að
einhverju marki. Lerki varð þegar ein aðalteg-
undin. Það má þakka afburða árangri sem náðst
hafði með tveimur lerkigróðursetningum á Hall-
ormsstað. Annar þessara reita, Guttormslundur,
er ein af perlum íslenskrar skógræktar.
Lerki hefur verið gróðursett um allt land en
mest á Hallormsstað þar sem það hefur borið af
öðrum trjátegundum hvað vaxtarhraða snertir.
Allmörg kvæmi af síberíu- og rússalerki hafa
verið reynd en engin stefna hefur verið mörkuð í
sambandi við kvæmaval.
Markmið lokaverkefnis míns við Landbúnaðar-
háskólann á Ási í Noregi voru þessi:
1. Að bera saman vöxt og vaxtarlag lerkikvæma
sem gróðursett hafa verið á Hallormsstað, en
þar er að finna flest þau lerkikvæmi sem flutt
hafa verið hingað til lands.
2. Að bera saman vöxt og vaxtarlag lerkis í
hinum ýmsu landshlutum þar sem lerki hefur
verið gróðursett.
Með þessi markmið að leiðarljósi var gögnum
safnað sumarið 1985.
Það sem hér er ritað er nokkurskonar útdráttur
úr lokaverkefni mínu. Lögð er áhersla á þann
hluta þess sem getur orðið leikmönnum til gagns
og ánægju en tölulegum og tölfræðilegum útlist-
unum sleppt að því marki sem hægt er án þess að
trufla heildarmynd ritgerðarinnar.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér innihald
verkefnisins nánar geta fengið ritgerð mína lán-
aða á bókasafni Skógræktar ríkisins á Mógilsá.
í fyrsta hlutanum verður fjallað lauslega um
það sem áður er ritað um lerki og þá sérstaklega
um þá reynslu og vitneskju sem aflað hefur verið
hér á landi. í síðari hlutanum verður rannsókn
minni á lerki lýst, þ.e. framkvæmd, úrvinnslu,
niðurstöðum, umræðu og ályktunum.
ERLENDAR RANNSÓKNIR OG REYNSLA
AF LERKI
Fáar ættkvíslir trjátegunda hafa með hjálp
mannsins aukið útbreiðslusvæði sitt eins mikið og
lerkið (Börset 1985).
í Mið-Evrópu, á Bretlandseyjum og í Suður-
Skandínavíu eru lerkigróðursetningarnar aðallega
evrópulerki (L.decidua).
Við strendur Atlantshafsins veldur lerkiátan
(Lachnellula willkommii (Hart.) Dennis) miklum
usla á evrópulerki. Hún er sveppasjúkdómur sem
veldur alvarlegum skemmdum á greinum og
stofni lerkitrjáa.
Evrópulerkið hefur á þessum svæðum verið
látið víkja fyrir öðrum tegundum sem verða fyrir
minni skakkaföllum af völdum átunnar. Þær eru:
japanslerki (L.leptolepis) og lerkibastarður (L.x
eurolepis), sem er blendingur af evrópulerki og
japanslerki.
í Norður-Skandinavíu hefur lerki lítið verið
notað, en aðaláhersla verið lögð á skógrækt með
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
3