Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 5

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 5
ARNÓRSNORRASON Lerki á íslandi Samanburður á tegundum, kvæmum og vaxtarstöðum INNGANGUR Allt frá upphafi innflutnings erlendra trjáteg- unda um síðustu aldamót hefur lerki verið ein af þeim trjátegundum sem menn bundu vonir við. Fyrstu tilraunir með erlendar trjátegundir gengu illa og lögðust um skeið að mestu leyti niður. Það er ekki fyrr en eftir seinni heimstyrjöldina að innflutningur trjátegunda hefst að nýju að einhverju marki. Lerki varð þegar ein aðalteg- undin. Það má þakka afburða árangri sem náðst hafði með tveimur lerkigróðursetningum á Hall- ormsstað. Annar þessara reita, Guttormslundur, er ein af perlum íslenskrar skógræktar. Lerki hefur verið gróðursett um allt land en mest á Hallormsstað þar sem það hefur borið af öðrum trjátegundum hvað vaxtarhraða snertir. Allmörg kvæmi af síberíu- og rússalerki hafa verið reynd en engin stefna hefur verið mörkuð í sambandi við kvæmaval. Markmið lokaverkefnis míns við Landbúnaðar- háskólann á Ási í Noregi voru þessi: 1. Að bera saman vöxt og vaxtarlag lerkikvæma sem gróðursett hafa verið á Hallormsstað, en þar er að finna flest þau lerkikvæmi sem flutt hafa verið hingað til lands. 2. Að bera saman vöxt og vaxtarlag lerkis í hinum ýmsu landshlutum þar sem lerki hefur verið gróðursett. Með þessi markmið að leiðarljósi var gögnum safnað sumarið 1985. Það sem hér er ritað er nokkurskonar útdráttur úr lokaverkefni mínu. Lögð er áhersla á þann hluta þess sem getur orðið leikmönnum til gagns og ánægju en tölulegum og tölfræðilegum útlist- unum sleppt að því marki sem hægt er án þess að trufla heildarmynd ritgerðarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér innihald verkefnisins nánar geta fengið ritgerð mína lán- aða á bókasafni Skógræktar ríkisins á Mógilsá. í fyrsta hlutanum verður fjallað lauslega um það sem áður er ritað um lerki og þá sérstaklega um þá reynslu og vitneskju sem aflað hefur verið hér á landi. í síðari hlutanum verður rannsókn minni á lerki lýst, þ.e. framkvæmd, úrvinnslu, niðurstöðum, umræðu og ályktunum. ERLENDAR RANNSÓKNIR OG REYNSLA AF LERKI Fáar ættkvíslir trjátegunda hafa með hjálp mannsins aukið útbreiðslusvæði sitt eins mikið og lerkið (Börset 1985). í Mið-Evrópu, á Bretlandseyjum og í Suður- Skandínavíu eru lerkigróðursetningarnar aðallega evrópulerki (L.decidua). Við strendur Atlantshafsins veldur lerkiátan (Lachnellula willkommii (Hart.) Dennis) miklum usla á evrópulerki. Hún er sveppasjúkdómur sem veldur alvarlegum skemmdum á greinum og stofni lerkitrjáa. Evrópulerkið hefur á þessum svæðum verið látið víkja fyrir öðrum tegundum sem verða fyrir minni skakkaföllum af völdum átunnar. Þær eru: japanslerki (L.leptolepis) og lerkibastarður (L.x eurolepis), sem er blendingur af evrópulerki og japanslerki. í Norður-Skandinavíu hefur lerki lítið verið notað, en aðaláhersla verið lögð á skógrækt með ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.