Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 7
Mynd 1. Árleg gróðursetning lerkiplantna á tímabilinu
1949-1983.
starfa sem skógræktarstjóri að stefna er mörkuð í
innflutningi erlendra trjátegunda að nýju.
Til að byrja með voru nokkuð skiptar skoðanir
um hlutverk síberíu- og rússalerkis í skógrækt hér
á landi enda ekki furða þar sem veðurfar á
útbreiðslusvæði þessara tegunda er mjög svo
frábrugðið íslenskri veðráttu. Gerðu menn sér
strax grein fyrir þessu.
En lerkið vann á og sýndi snemma yfirburða
vöxt. A Hallormsstað uxu úr grasi lerkiskógar
með ótrúlegum hraða.
Árið 1949 voru svo fluttar inn 9000 plöntur af
síberíulerki frá Noregi. Innflutningur á lerki var
aftur hafinn og hefur staðið yfir nær óslitið allt
fram til þessa dags.
Mynd 1 sýnir árlegan fjölda gróðursettra
plantna á tímabilinu 1949 til 1983.
Efsti hluti súlnanna á mynd 1 sýnir gróðursetn-
ingu á Hallormsstað og á Fljótsdalshéraði. Mið-
hlutinn sýnir gróðursetningu á Norðurlandi en
neðsti hlutinn gróðursetningu á Vestfjörðum,
Vesturlandi, Suðurlandi og Austfjörðum.
Af heildarfjölda lerkiplantna sem gróðursettar
voru á þessu tímabili eru hlutföll tegunda þessi:
1. Rússa-og síberíulerki .... 97,0%
2. Dahúríulerki ............ 1,6%
3. Evrópulerki.............. 1,5%
4. Lerkibastarður ............... 0,09%
5. Mýralerki .................... 0,02%
Eftir 1967 hafa eingöngu verið afgreiddar til
venjulegrar plöntunar rússalerki eða síberíulerki.
Aðrar tegundir hafa aðeins verið ræktaðar í
tilrauna- eða rannsóknarskyni. Gefur þetta vissa
mynd af því hvernig til tókst með ræktun annarra
tegunda.
Eftir 1945 heldur umræðan um lerki á íslandi
áfram, en snýst nú ekki lengur um það hvort lerki
eigi sér framtíð hérlendis heldur hvaða tegundir
og kvæmi henti best hinum ýmsu landshlutum.
í sambandi við val á kvæmum höfðu menn
augastað á svæðum við Hvítahafið, þ.e.a.s. Ar-
kangelskhéraði en þaðan var lerkið í Guttorms-
lundi ættað. Einnig var bent á að aðrar tegundir
en rússa- og síberíulerki kæmu til greina s.s.
dahúríulerki frá Mongólíu og Austur-Síberíu og
mýralerki frá Norður-Ameríku. Mörk útbreiðslu-
svæða þessara tegunda liggja að sjó og gerðu
menn sér því vonir um að finna mætti innan
þeirra svæði sem hefðu meira sameiginlegt með
íslensku veðurfari en hægt er að finna innan
útbreiðslusvæða rússa- og síberíulerkis (Hákon
Bjarnason 1952 og 1957, Sigurður Blöndal 1954).
Árið 1964 birtist í Ársriti Skógræktarfélags
íslands mjög ítarleg grein um lerkiættkvíslina eftir
Sigurð Blöndal, en hann var þá skógarvörður á
Hallormsstað. Þegar hér var komið sögu var búið
að gróðursetja nokkuð af öðrum tegundum en
rússa- og síberíulerki og þá aðallega á Hallorms-
stað. Er það skoðun Sigurðar að allt bendi til þess
að aðrar lerkitegundir standi ekki rússa- og
síberíulerkinu snúning um vöxt (Sigurður Blöndal
1964).
í sömu grein lýsir Sigurður undrun sinni á
aðlögunarhæfni rússa-og síberíuierkis. Pað er
nefnilega ófrávíkjanleg staðreynd að sumarhiti
hér á íslandi er mun lægri en sumarhitinn á þeim
stöðum sem fræ hefur borist frá af þessum tveim
tegundum.
Ekki löngu áður fóru fræðimenn að gera sér
grein fyrir því að fleiri þættir en veðurfar höfðu
áhrif á hvort vel til tækist við flutning á trjáteg-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
5