Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 7

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 7
Mynd 1. Árleg gróðursetning lerkiplantna á tímabilinu 1949-1983. starfa sem skógræktarstjóri að stefna er mörkuð í innflutningi erlendra trjátegunda að nýju. Til að byrja með voru nokkuð skiptar skoðanir um hlutverk síberíu- og rússalerkis í skógrækt hér á landi enda ekki furða þar sem veðurfar á útbreiðslusvæði þessara tegunda er mjög svo frábrugðið íslenskri veðráttu. Gerðu menn sér strax grein fyrir þessu. En lerkið vann á og sýndi snemma yfirburða vöxt. A Hallormsstað uxu úr grasi lerkiskógar með ótrúlegum hraða. Árið 1949 voru svo fluttar inn 9000 plöntur af síberíulerki frá Noregi. Innflutningur á lerki var aftur hafinn og hefur staðið yfir nær óslitið allt fram til þessa dags. Mynd 1 sýnir árlegan fjölda gróðursettra plantna á tímabilinu 1949 til 1983. Efsti hluti súlnanna á mynd 1 sýnir gróðursetn- ingu á Hallormsstað og á Fljótsdalshéraði. Mið- hlutinn sýnir gróðursetningu á Norðurlandi en neðsti hlutinn gróðursetningu á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og Austfjörðum. Af heildarfjölda lerkiplantna sem gróðursettar voru á þessu tímabili eru hlutföll tegunda þessi: 1. Rússa-og síberíulerki .... 97,0% 2. Dahúríulerki ............ 1,6% 3. Evrópulerki.............. 1,5% 4. Lerkibastarður ............... 0,09% 5. Mýralerki .................... 0,02% Eftir 1967 hafa eingöngu verið afgreiddar til venjulegrar plöntunar rússalerki eða síberíulerki. Aðrar tegundir hafa aðeins verið ræktaðar í tilrauna- eða rannsóknarskyni. Gefur þetta vissa mynd af því hvernig til tókst með ræktun annarra tegunda. Eftir 1945 heldur umræðan um lerki á íslandi áfram, en snýst nú ekki lengur um það hvort lerki eigi sér framtíð hérlendis heldur hvaða tegundir og kvæmi henti best hinum ýmsu landshlutum. í sambandi við val á kvæmum höfðu menn augastað á svæðum við Hvítahafið, þ.e.a.s. Ar- kangelskhéraði en þaðan var lerkið í Guttorms- lundi ættað. Einnig var bent á að aðrar tegundir en rússa- og síberíulerki kæmu til greina s.s. dahúríulerki frá Mongólíu og Austur-Síberíu og mýralerki frá Norður-Ameríku. Mörk útbreiðslu- svæða þessara tegunda liggja að sjó og gerðu menn sér því vonir um að finna mætti innan þeirra svæði sem hefðu meira sameiginlegt með íslensku veðurfari en hægt er að finna innan útbreiðslusvæða rússa- og síberíulerkis (Hákon Bjarnason 1952 og 1957, Sigurður Blöndal 1954). Árið 1964 birtist í Ársriti Skógræktarfélags íslands mjög ítarleg grein um lerkiættkvíslina eftir Sigurð Blöndal, en hann var þá skógarvörður á Hallormsstað. Þegar hér var komið sögu var búið að gróðursetja nokkuð af öðrum tegundum en rússa- og síberíulerki og þá aðallega á Hallorms- stað. Er það skoðun Sigurðar að allt bendi til þess að aðrar lerkitegundir standi ekki rússa- og síberíulerkinu snúning um vöxt (Sigurður Blöndal 1964). í sömu grein lýsir Sigurður undrun sinni á aðlögunarhæfni rússa-og síberíuierkis. Pað er nefnilega ófrávíkjanleg staðreynd að sumarhiti hér á íslandi er mun lægri en sumarhitinn á þeim stöðum sem fræ hefur borist frá af þessum tveim tegundum. Ekki löngu áður fóru fræðimenn að gera sér grein fyrir því að fleiri þættir en veðurfar höfðu áhrif á hvort vel til tækist við flutning á trjáteg- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.