Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 8

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 8
undum. Komið hefur í ljós að munur er á því hve vel trjátegundir þola flutning bæði innan og utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis og er í þessu sam- bandi talað um mismunandi sveigjanleika (plast- icity) trjátegunda (Dietrichson 1977). Erfiðlega hefur gengið að skýra í hverju þessi munur er fólginn en að hluta til er skýringanna að leita í útbreiðslusögu trjátegundanna og útbreiðslu og fjölda sjúkdóma sem á þær sækja. Með grein Sigurðar eru mörkuð tímamót í sögu lerkis á íslandi. Tegundirnar tvær, rússalerki og síberíulerki, eru búnar að festa sig í sessi í íslenskri skógrækt. Umræðan um lerkið hélt þó áfram enda mörgum spurningum ósvarað. RANNSÓKNIR OG REYNSLA AF LERKI Á ÍSLANDI 1. Innflutningur á kvæmum. Búið er að flytja inn til landsins fræ af 99 kvæmum lerkitegunda. Af 54 þessara kvæma hefur verið flutt inn meira en 1 kg fræs af hverju kvæmi (sjá töflu 1). Tafla 1. Innflutningur á kvæmum lerkis til íslands Tegund Fjöldi kvæma Fjöldi kvæma (>l kg) íslensk kvæmi Síberíulerki 19 15 1 Rússalerki Rússa- eða 35 26 4 síberíulerki 1 0 1 Evrópulerki 22 5 0 Dahúríulerki 8 6 0 Mýralerki 7 0 0 Fjallalerki 3 0 0 Japanslerki 2 0 0 Lerkibastarður 2 2 0 Samtals 99 54 6 Frá Sovétríkjunum kemur fræið aðallega frá tveimur stöðum, Arkangelskhéraði og Altaifjöll- um í Suður-Síberíu. Á seinasta áratug fór inn- flutningur á fræi úr skandinavískum frægörðum að færast í aukana og síðustu tíu árin hefur um 70% af fræinu komið þaðan. 2. Kvœmatilraunir. Miðað við þann fjölda kvæma sem fluttur hefur verið til landsins mætti búast við að allmargar kvæmatilraunir hefðu verið gerðar og að Ijóst væri hvaða kvæmi hentuðu best hverjum lands- hluta. Því miður er þessu ekki þannig farið og verða ástæður ekki raktar hér. Vert er að benda á að skipulagðar rannsóknir og tilraunastarfsemi hófust mjög seint hér á landi og hefur skilningur á nauðsyn þeirra verið takmarkaður, enda þótt hér sé um að ræða forsendu heppilegs kvæmavals. Á fyrstu þrjátíu árum samfellds innflutnings á lerki voru aðeins lagðar út tvær kvæmatilraunir. Sú eldri var gerð 1953 í Hallormsstaðaskógi og samanstendur af þremur kvæmum: Rússalerki, kvæmi Arkangelsk Síberíulerki, kvæmi Hakaskoja Síberíulerki, kvæmi Irkútsk. Tilraunin hefur verið mæld tvisvar, 1972 og 1983, þ.e. á 19. og 31. aldursári. í hvorugt skiptið var hægt að finna tölfræðilega sannanlegan mun á vexti kvæmanna. Kvæmið frá Arkangelsk virtist vera nokkuð beinvaxnara þótt ekki sé hægt að sanna þann mun tölfræðilega (Þórarinn Benedikz 1974 og 1985). Yngri tilraunin er frá 1960 og samanstóð af 5 kvæmum af rússalerki, 5 kvæmum af dahúríulerki og 2 kvæmum af síberíulerki. Tilraunin mistókst í upphafi og hefur því aldrei verið yfirfarin (Þórar- inn Benedikz og Sigurður Blöndal 1985, munnleg heimild). Það er fyrst á þessum áratug sem veruleg áhersla er lögð á kvæmatilraunir lerkis. 1981 var lögð út tilraun í Vaglaskógi með 11 kvæmum. Árið 1984 var gerð tilraun með 10 kvæmi af síberíulerki og rússalerki á fjórum stöðum á landinu. Þeir eru: Haukadalur, Skorradalur, Fnjóskadalur og Fljótsdalshérað. Tilraunin í Skorradal var athuguð síðastliðið haust og voru afföll metin. Hún er gerð á bersvæði á jörðinni Sarpi innst í dalnum. Niður- stöður eru birtar með leyfi höfundar, Þórarins Benedikz forstöðumanns á Mógilsá, en hann stjórnaði mælingum og gerði útreikninga (sjá töflu 2). 6 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ISLANDS 1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.