Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 8
undum. Komið hefur í ljós að munur er á því hve
vel trjátegundir þola flutning bæði innan og utan
náttúrulegs útbreiðslusvæðis og er í þessu sam-
bandi talað um mismunandi sveigjanleika (plast-
icity) trjátegunda (Dietrichson 1977). Erfiðlega
hefur gengið að skýra í hverju þessi munur er
fólginn en að hluta til er skýringanna að leita í
útbreiðslusögu trjátegundanna og útbreiðslu og
fjölda sjúkdóma sem á þær sækja.
Með grein Sigurðar eru mörkuð tímamót í sögu
lerkis á íslandi. Tegundirnar tvær, rússalerki og
síberíulerki, eru búnar að festa sig í sessi í íslenskri
skógrækt. Umræðan um lerkið hélt þó áfram
enda mörgum spurningum ósvarað.
RANNSÓKNIR OG REYNSLA AF LERKI Á
ÍSLANDI
1. Innflutningur á kvæmum.
Búið er að flytja inn til landsins fræ af 99
kvæmum lerkitegunda. Af 54 þessara kvæma
hefur verið flutt inn meira en 1 kg fræs af hverju
kvæmi (sjá töflu 1).
Tafla 1. Innflutningur á kvæmum lerkis til
íslands
Tegund Fjöldi kvæma Fjöldi kvæma (>l kg) íslensk kvæmi
Síberíulerki 19 15 1
Rússalerki Rússa- eða 35 26 4
síberíulerki 1 0 1
Evrópulerki 22 5 0
Dahúríulerki 8 6 0
Mýralerki 7 0 0
Fjallalerki 3 0 0
Japanslerki 2 0 0
Lerkibastarður 2 2 0
Samtals 99 54 6
Frá Sovétríkjunum kemur fræið aðallega frá
tveimur stöðum, Arkangelskhéraði og Altaifjöll-
um í Suður-Síberíu. Á seinasta áratug fór inn-
flutningur á fræi úr skandinavískum frægörðum
að færast í aukana og síðustu tíu árin hefur um
70% af fræinu komið þaðan.
2. Kvœmatilraunir.
Miðað við þann fjölda kvæma sem fluttur hefur
verið til landsins mætti búast við að allmargar
kvæmatilraunir hefðu verið gerðar og að Ijóst
væri hvaða kvæmi hentuðu best hverjum lands-
hluta. Því miður er þessu ekki þannig farið og
verða ástæður ekki raktar hér. Vert er að benda á
að skipulagðar rannsóknir og tilraunastarfsemi
hófust mjög seint hér á landi og hefur skilningur á
nauðsyn þeirra verið takmarkaður, enda þótt hér
sé um að ræða forsendu heppilegs kvæmavals.
Á fyrstu þrjátíu árum samfellds innflutnings á
lerki voru aðeins lagðar út tvær kvæmatilraunir.
Sú eldri var gerð 1953 í Hallormsstaðaskógi og
samanstendur af þremur kvæmum:
Rússalerki, kvæmi Arkangelsk
Síberíulerki, kvæmi Hakaskoja
Síberíulerki, kvæmi Irkútsk.
Tilraunin hefur verið mæld tvisvar, 1972 og
1983, þ.e. á 19. og 31. aldursári. í hvorugt skiptið
var hægt að finna tölfræðilega sannanlegan mun á
vexti kvæmanna. Kvæmið frá Arkangelsk virtist
vera nokkuð beinvaxnara þótt ekki sé hægt að
sanna þann mun tölfræðilega (Þórarinn Benedikz
1974 og 1985).
Yngri tilraunin er frá 1960 og samanstóð af 5
kvæmum af rússalerki, 5 kvæmum af dahúríulerki
og 2 kvæmum af síberíulerki. Tilraunin mistókst í
upphafi og hefur því aldrei verið yfirfarin (Þórar-
inn Benedikz og Sigurður Blöndal 1985, munnleg
heimild).
Það er fyrst á þessum áratug sem veruleg
áhersla er lögð á kvæmatilraunir lerkis. 1981 var
lögð út tilraun í Vaglaskógi með 11 kvæmum.
Árið 1984 var gerð tilraun með 10 kvæmi af
síberíulerki og rússalerki á fjórum stöðum á
landinu. Þeir eru: Haukadalur, Skorradalur,
Fnjóskadalur og Fljótsdalshérað.
Tilraunin í Skorradal var athuguð síðastliðið
haust og voru afföll metin. Hún er gerð á
bersvæði á jörðinni Sarpi innst í dalnum. Niður-
stöður eru birtar með leyfi höfundar, Þórarins
Benedikz forstöðumanns á Mógilsá, en hann
stjórnaði mælingum og gerði útreikninga (sjá
töflu 2).
6
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ISLANDS 1987