Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 13
Ekki er unnt að nota fjölda trjáa í gæðaflokk-
unum þremur beint sem mælikvarða á vaxtarlag
lerkis. Fjöldi trjáa í hverjum flokki er að sjálf-
sögðu mjög háður þéttleika skógarins og þar af
leiðandi aldri. Skilgreina þurfti nýja breytu sem
lýsti gæðum skógarins í heild sinni og er óháðari
aldri og þéttleika.
Ef tekið er mið af aldursskeiðinu á milli síðustu
grisjunar og lokahöggs væri eðlilegur þéttleiki
lerkiskógar á Hallormsstað um það bil 500 tré/ha.
Þessi þéttleiki er ákvarðaður út frá hæðarvexti
elsta lerkisins á Hallormsstað en það náði við 50
ára aldur 14 metra yfirhæð. Úr sænskum og
finnskum vaxtarlíkönum má lesa að lerkiskógur
með þessa vaxtargetu verður fullvaxta 80 ára
(Remröd o.fl. 1978, Vuokila 1960a og 1960b)
(Hér er notuð sú skilgreining að skógurinn sé
fullvaxta, þegar árlegur meðalviðarvöxtur hefur
náð hámarki sínu). Samkvæmt finnskum rann-
sóknum eru tæplega 500 tré á hektara talin vera
hæfilegur þéttleiki fyrir lerkiskóg með sömu vaxt-
argetu (Vuokila 1960a).
Þá má gera ráð fyrir að 2 af þeim trjám sem eru
í besta gæðaflokki á hverjum mælifleti séu fjar-
lægð áður en skógurinn verður fullvaxta, annað-
hvort vegna þess að þau hafa skemmst á tímabil-
inu eða standa of nálægt öðrum trjám í sama
flokki.
Þá eiga að standa 7 eða fleiri tré í besta
gæðaflokki til þess að hafa 5 tré í sama flokki á
síðasta aldursskeiði skógarins.
Ef trén í besta flokknum eru færri en 7 þá eru
gæði skógarins minni.
Með þessa reglu að leiðarljósi voru skilgreindir
9 flokkar fyrir gæði skógarins:
1. 7 eða fleiri tré í gæðaflokki A.
2. 6 tré í flokki A.
3. 5 tré í flokki A.
4. 4 tré í flokki A.
5. 3 tré í flokki A.
6. 2 tré í flokki A.
7. 1 tré í flokki A.
8. Ekkert tré í flokki A, en 7 eða fleiri í flokki
B.
9. Ekkert tré í flokki A og færri en 7 í flokki B.
Þessi breyta, sem kalla mætti „skógargæði" var
síðan notuð sem mælikvarði á vaxtarlag.
Flestar aðrar breytur, sem voru mældar eða
skráðar á hverjum mælifleti eiga að lýsa þeim
þáttum sem geta haft áhrif á vöxt og vaxtarlag.
Eftir því hvaða þáttum þær eiga að lýsa er hægt að
raða þeim í 3 flokka:
1. Veðurfarsleg áhrif: Staður, hæð yfir sjávar-
máli, brekkuhalli og hallaátt.
2. Jarðvegsáhrif: Gróskuflokkur, rakastig jarð-
vegs.
3. Líffræðileg eða erfðaáhrif: Tegund, kvæmi.
SAMANBURÐUR Á KVÆMUM LERKIS
Eins og sjá má í töflu 3 er stærsti hluti mæliflat-
anna á Hallormsstað en þar er að finna mesta
safn lerkikvæma á landinu. Mælingarnar frá Hall-
ormsstað voru þessvegna notaðar við samanburð
á kvæmum. Tafla 4 sýnir hvaða kvæmi voru mæld
þar og mynd 4 sýnir hvaðan kvæmin eru, sem
ættuð eru frá Sovétríkjunum.
Tafla 4. Tegundir og kvæmi sem mæid voru á
Hallormsstað
Nr. Tegund Kvæmi
1 Rússalerki Onega
2 — Arkangelsk
3 — Sénkúrsk
4 — Yarensk
6 — Karpinsk
7 — Sverdlovsk
— Raivola
8 Síberíulerki Hakaskoja
9 — Askiz
10 — Altai
11 — Irkútsk
— Nésterov
Síberíu- eða rússalerki Lerki gróðursett 1922 (kvæmi óþekkt)
12 Dahúríulerki Aldan
13 — Suður-Sakalín
— Óþekkt kvæmi
13 Blendingur af Suður- Sakalín-kvæmi og öðru lerki
Evrópulerki Týról
— Graubunden
Lerkibastarður Óþekktur uppruni
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ISLANDS 1987
11