Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 15
Rússalerki, kvœmi Raivola. Petta er það kvæmi sem
hefur besta vaxtarlagið á Hallormsstað. (Aldur 23 ára
þegar myndin er tekin.)
Aðeins var hægt að bera saman 8 af þeim 19
kvæmum sem mæld voru á Hallormsstað vegna
þess að mælingar voru of fáar hjá öðrum
kvæmum. Einu kvæmin af þessum 8, sem hafa
mismunandi skógargæði eru Raivola og Askiz,
þ e.a.s. skógargæði Raivola-kvæmisins eru meiri
en Askiz-kvæmisins.
Hjá hinum kvæmunum var ekki hægt að sanna
nokkurn mun á skógargæðum þótt mikill munur
sé á meðaltali kvæmanna.
Breytileiki á skógargæðum virðist þannig vera
meiri innan kvæma en á milli þeirra.
Ef horft er framhjá allri tölfræði og meðal-
gæðaflokkur skógar skoðaður fyrir öll kvæmin,
eru rússalerkikvæmin yfirleitt með meiri skógar-
gæði en kvæmi annarra lerkitegunda. Þau raða
sér í efstu gæðaflokkana, frá 1,0 til 5,0. Þar á eftir
koma kvæmi síberíulerkis sem eru í gæðaflokkun-
um 3,8 til 5,5.
Minnst eru skógargæðin að meðaltali hjá evr-
ópulerki, dahúríulerki og lerkibastarði en þau öll,
að undanskildu einu, lenda í tveimur neðstu
gæðaflokkunum, flokki 8 og 9.
Við samanburð á yfirhæð var einnig kannað
hvort aðrir þættir hefðu áhrif á hana.
Borin var saman yfirhæð á 22 mæliflötum við
36 ára aldur. í ljós kom að þættirnir brekkuhalli,
hailaátt, hæð yfir sjó og rakastig jarðvegs höfðu
ekki áhrif á yfirhæðina. Hinsvegar var sannan-
legur munur á yfirhæðinni í gróskuflokki 1 og
gróskuflokki 2 (sjá töflu 7).
Tafla 7. Munur á yfirhæð á 36 ára lerki milli
gróskuflokka
Grósku- Meðaltal
flokkur yfirhæðar ***
1 9,8 m A
2 8,4 m B
*** Flokkar sem ekki hafa sama bókstaf hafa tölfræði-
lega sannaðan mismun á yfirhæð.
Af þessum sökum var ekki mögulegt, við
samanburð á yfirhæð kvæmanna, að bera saman
kvæmin óháð öðrum þáttum. Því varð að skipta
mæliflötunum niður á gróskuflokkana þrjá og
Mynd 5. Vaxtarlíkan fyrir fastan mœliflöt í Guttorms-
lundi.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
13